Leita í fréttum mbl.is

Betri vegur á Skógarströnd

Vegurinn sem tengir saman Dali og norðanvert Snæfellsnes er ansi lélegur.  Reyndar er misjafnt hversu seinfarinn hann er.  Þannig er maður fljótastur ef það er frost en lengst tekur það að keyra ef það er rigning og aurbleyta.  Þetta eru um 80 km frá Búðardal í Stykkishólm og það getur tekið frá 60 mínútum upp í 180 mínútur að aka þennan kafla.

Í bili virðist fátt benda til þess að einhverjir hafi áhuga á að forgangsraða þessum vegi á vegaáætlun ofar en hann er...ef hann er þá einhverri áætlun.


Erfitt að tala um veðrið

Ég las einhverntímann að þegar vestur Íslendingarnir voru að hefja búsetu í Vesturheimi þá hafi þeir átt í miklum erfiðleikum með að viðhalda þeirri sjálfsögðu og íslensku hefð að tala um veðrið þegar þeir hittust.  Veðrið var nær alltaf eins og breytist sjaldan.   Að lokum gáfust þeir upp á því.

Ég stend mig pínulítið að þessu.  Ég get einginlega engu bætt við veðurtal mitt frá degi til dags, það er nærri því búið að vera eins í tvo mánuði.  Logn, heiðskýrt og hið fallegast veður.


Frá undirbúningi að veisluborði

Áður fyrr var aðventan notuð til að undirbúa jólahátíðina.  Nú er aðventan veislan sjálf. 

Dagskráin hjá fullorðnum og börnum er full af atburðum og tilboðum; jólahlaðborð, jólatónleikar og jólaglögg.

Svo nú þarf undirbúningstíma fyrir aðventuna.


Að slátra hefðum á aðventunni

Aðventunni fylgja margar hefðir.  Sumar eru nær eins hjá öllum en aðrar hafa einhverja sérstöðu hjá hverju heimili fyrir sig.  Ég held að hverjum og einum væri nokkuð holt að íhuga hefðir og jafnvel flokka þær í huga sér, sérstaklega ef einhverjum finnst of mikið framundan í þeim efnum. 

Það má flokka þetta á einfaldan hátt, t.d. skipta öllum hefðum í tvennt; hefðir sem mér líkar og hefðir sem mér líkar ekki.  Það má líka flokka hefðum eftir eðli þeirra; t.d. hefðir sem byggja á samskiptum og nærveru fólks (t.d. jólaboð og aðventukvöld) og hefðir sem snúa að umgjörð (jólaþrif og skreytingar).   Ekki síst væri fróðlegt að flokka eða greina jólahefðir eftir aldri t.d. hvaða hefðir hafa flust milli kynslóða í fjölskyldunni (gæti t.d. verið laufabrauðsbakstur) og hvaða hefðir eru alveg splunkunýjar (t.d. að fara á jólatónleika með Frostrósum).  Svo er auðvitað hægt að skipta hefðum í flokk þeirra sem eru trúarlegs eðlis og þeirra sem eru það ekki.

Og hver er niðurstaðan.  Jú þegar búið er að skoða þessi mál lauslega  kemur í ljós þvílíkur aragrúi af hefðum og engan skyldi undra þótt á þessu árstíma sé stress í hámarki, skilnaðir í hámarki og vanlíðan í hámarki.

Það er kannski alls ekki vitlaust að slátra hreinlega slatta af hefðum þeim sem maður hefur ánetjast og finnst  flæktur í....og njóta betur þeirra sem maður setur á.


Loksins er verðbólgan að hverfa

„Það tókst! Verðbólgan er nú 2,6%, 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkaðinu. Hún hefur ekki verið lægri síðan í apríl 2004. Það sem þurfti til var allsherjarvantraust á gjaldeyrismarkaði, gengishrun, hrun bankakerfisins, 30% höfuðstólshækkun verðtryggðra lána og, rúsínan í pylsuendanum, gjaldeyrishöft.“

Tekið af vef Egils silfursjóðs.


Sjósund í Búðardal

Á Netinu má finna þetta skemmtilega myndband af tilraunasundi í höfninni í Búðardal.  http://www.youtube.com/watch?v=hMmkt1IIGT8


Ekki traustvekjandi fyrirtæki

Olíufélögin hækka verð á eldsneyti öll sem eitt.  Engin sýnilega ástæða finnst og Neytendasamtökin og Félag Bifreiðaeigenda gera athugasemdir.  Þá lækka félögin öll verðið aftur.

a) Afhverju eru öll olíufélögin samstiga í að bæði að hækka og að lækka ?

b) Hvernig í ósköpunum á maður að mynda farsæl viðskiptatengsl við þessi fyrirtæki ?


mbl.is Verð á eldsneyti hefur lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafbækurnar eru enn á leiðinni

KindleUm nokkurt skeið hefur því verið spáð að rafbækur séu við það að ryðja hinum hefðbundnu pappírsbókum úr vegi.  Slík breyting hefur látið á sér standa, þótt að vegur rafbókanna hafi reyndar aukist  jafnt og þétt.  Þannig tilkynnti Amazon í sumar að nú seldust í fyrsta skipti fleiri rafbækur hjá þeim en innbundnar bækur. 

Það sem meðal annars stendur rafbókum fyrir þrifum er að víða eru þær en of dýrar miðað við pappírsbókina og er ástæða þessa ekki síst að venjuleg bók ber 7 % skatt en rafbókin 25 % skatt.  Það er svo spurning hvort það sér réttlát.


Og borga svo ...

„Ég veit ekki betur en að bankarnir hafi fengið 420 milljarða afslátt af lánum heimilanna þegar þau voru færð til nýju bankanna frá þeim gömlu. Af hverju eiga þeir að sitja á þeim pening? Er það réttlæti eða lögmál að þegar bankakerfi setur hagkerfi á hliðina, þá eigi skattgreiðendur að borga fyrir uppbyggingu bankakerfisins og bankakerfið eigi síðan að eignast allar eignir heimilanna?“

Þetta eru orð formanns Hagsmunasamtaka heimilianna...eftir að stjórnmálamenn sögðu flata niðurfærslu of dýra leið.  Og er nema von að blessaður maðurinn spyrji sig að þessu.  Auðvitað höldum við svo áfram að borga...eða er það ekki ?

http://www.heimilin.is/varnarthing/ 

 


Kannski

Hvernig væri að skoða vefinn www.kannski.is ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband