Sunnudagur, 27. janúar 2008
Gull fyrir Stulla
Stulli keppti í gær á Afmælismóti JSÍ. Hann var ákeðinn í að keppa í mínus 81 kg flokki og þurfti því að fara í megrun. (Reyndar ekkert sem hann gat tapað nema vatn held ég) Í viktuninni í gærmorgun reyndist hann vera nákvæmlega það sem hann mátti vera.
Stulli stóð sig vel í glímunum; þær voru stuttar og hann vann þær á fullnaðarsigri og stóð uppi sem sigurvegari í sínum flokki. Gull fyrir Stulla.
Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Hafragrautur og lýsi
Þegar ég var lítill var mér talinn trú um að hafragrautur og lýsi væri meinholl fæða. Og maður borðaði þetta reglulega án þess að hafa neina sönnum um slíkt...aðeins orð reyndra manna. Í dag er verið að skrifa um það lærðar greinar hvað hafrar hafa mikinn lækningarmátt og lýsi sé einstakt bætiefni. Engu að síður sýnist mér þeim heldur fækka sem borða reglulega hafragraut og taka lýsi.
Hversvegna ætli það sé ?
Mánudagur, 21. janúar 2008
Fischer í göngufæri
Ja þetta kom á óvart. Hversvegna í ósköpunum valdi Fischer Laugdælakirkju ? Jæja en þetta eru reyndar ágætar fréttir fyrir skákáhugamann eins og mig. Einn mesti skákmeistari sögunnar liggur í gröf sinni í göngufæri frá mér.
Hvíli hann í friði.
![]() |
Fischer jarðsettur í kyrrþey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. janúar 2008
Nú þarf ég víst að fara að gera eitthvað
Nú sit ég uppi með 12 mánuði eða eitt ár í óuppgerðu reikningsári Júdodeildar Umf. Selfoss, en þar er ég gjalkeri. Mér var náttúrulega sagt að þetta væri engin vinna að standa í þessu...en það hefur nú ekki alveg verið þannig.
En ég er búinn að bretta upp ermarnar (gerði það strax í morgun) og gjóa augunum í allan dag á möppurnar. Líka búinn að hressa mig á sterku kaffi (ítrekað). Já og er nú að blogga um málið....þannig ég er allur að skríða af stað í verkið.
Nú finn ég fyrir próteinskorti svo rétt að fara og skoða í ískápinn. Maður verður nú að vera hlaðinn orku áður en þetta byrjar.
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Snjór og aftur snjór
Í dag setti ég persónulegt met á Selfossi, því ég þurfti að fara tvo daga í röð út að moka snjó. Ég einu sinni á þeim tæpum 6 árum sem ég hef búið hér farið út að moka snjó. En nú eru komnir tveir dagar í snjómokstri ! Það er bara talsverður snjór hérna...loksins.
Þetta er afar notalegt. Snjór út um allt. Snjóar heilu dagana. Allt hvítt, hreint og fallegt.
Vonandi verður meiri snjór til að moka á morgun.
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Stafrænar ljósmyndir
Með þessum frábæru starfrænu tækni er nú ekkert auðveldara en að taka helling af stafrænum ljósmyndum. Smella af við öll tækifæri, taka fjöldann allan af myndum af sama viðfangsefninu. Minniskortin taka mörghundruð myndir og það þarf oft aðeins að styðja á einn takka og myndirnar eru komnar í tölvuna.
Og hvað svo ?
Nú vandast málið. Hvernig er best að geyma myndirnar til frambúðar ? Hvernig er hægt að vinna með myndirnar ? Hvernig geri ég þær aðgengilegar öðrum ? Hvað þarf ég öflugan tölvubúnað ? Og framvegis. Staðreyndin er að myndir hlaðast upp í þúsundatali á mörgum heimilum...og of lítill tími finnst til að vinna með þær.
Hjá mér er þetta stöðugur hausverkur og hef talsvert fyrir því að vinna með myndir, koma þeim á netið, eða á flakkara, finna hugbúnað til að sýsla með myndir og myndasöfn, bjarga þeim úr einni tölvunni í aðra og framvegis. Nú hef ég setið drjúgan hluta helgarinnar og verið að vinna með ljósmyndir 2007. Með miklum viljastyrk og reyndar talsverðum áhuga og ánægju hefur mér tekist að halda í horfinu í þessum geira ....eðahvað ?
Nei...ótalin er nefnilega vinnan við stafrænu vídeómyndirnar...ó mig auman....þær á ég óunnar frá 2005.....og ég kann eiginlega ekket á klippiforit.
Föstudagur, 11. janúar 2008
Spennitreyja verktakanna
Víða um land eru sveitarfélög í erfiðleikum með hina "áköfu" verktaka. Verktakarnir beita ýmsum ráðum til að komast yfir eignir á "reitum". Þeir leggja afar oft til að byggt sé hærra en íbúar í nágrenninu kæra sig um. Þeir hafa lóðir í heilu hverfunum svo litlar að ómögulegt er að hafa á þeim tré og þeir hafa heilu hverfin í nauðalíkum parhúsum. Allt þetta þó nóg sé af byggingasvæði í landinu. Ekkert er heillagt og markmiðið er aðeins eitt...að græða sem mest á hverjum fermetra.
Fátt er svo með öllu illt þegar kemur að samdrætti sem er víða á landsbyggðinni. Þar hafa verktakar ekki neina löngun til að byggja og þar fá götumyndir og saga að vera í friði.
Eg segi því: Gott hjá Húsfriðunarnefnd og gott fyrir gömlu Reykjavík.
![]() |
SUS: Laugavegshúsin verði ekki friðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. janúar 2008
Gleðilegt nýtt ár
Það má segja að ég hafi verið í jólabloggfríi. Las varla blogg allar hátíðirnar og opnaði varla tölvupóstinn minn. Sneri mér af fullum krafti að uppáhalds tölvuleiknum mínum yfir jólin.
Nú er orðið opinbert að Ólafur Ragnar ætlar að bjóða sig aftur fram. Miðað við þátttöku tæplega 150 manns í skoðanakönnuninni á síðunni minni eru skiptar skoðanir um þessa ákvörðun hans. Skiptist nálægt til helminga. Hef grun um að innst inni skipti þetta fólk ekki miklu máli. Mér er eiginlega alveg saman.
Stulli er að fara að keppa í handbolta, best að drífa sig á leikinn.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar