Leita í fréttum mbl.is

Hann er enn meðal vor

c_gogn_myndirnar_minar_mislegt_sigurbjorn_einarsson.jpg

Nú um jólin var þáttur helgaður Síra Sigurbirni Einarssyni fyrrverandi biskupi.  Það var afar gott og athyglisvert að hlusta á viðtalið við hann.  Eins og fyrri daginn snertir það sem hann segir mann einhvernveginn þegar hlustað er á hann.   Þessi maður hefur til að bera ótrúlegt þel sem skín af honum.

Í Sigurbirni fer einhvernveginn saman guðfræðimaður og trúarreynslumaður.  Hann virtist eiga meira upp á pallborðið hjá fólki í prédikunum sínum en aðrir prestar samtímans.  Allavega man ég vel eftir mér eldra fólki sem lagði niður störf sín til að hlusta á hann ef hann var með prédikun í útvarpinu.  Og oftast nær var viðfangsefni prédikana hans "Guð og maður".

Eftir síra Sigurbjörn liggja fjölmargar bækur, pistlar, sálmar og þýðingar og ef marka má sjónvarpsþáttinn virtist hann enn vera að kominn á tíræðisaldurinn.  Ef maður les þá stuttu pistla sem finna má á vefnum er ljóst að maðurinn hefur haft mikil áhirf á kirkju og samfélag þjóðarinnar.

Á eftirfarandi slóðum má finna meiri fróðleik um "gamla biskupinn":  Sigurður Árni Þórðarsson skrifar um  "Kennimanninn Sigurbjörn Einarsson" og Pétur Pétursson skrifar um "Guðfræðinginn og guðsmanninn Sigurbjörn Einarsson".

Morgunsálmur
Roðinn af morgni rís í austurvegi
rýmir í hljóði nóttin fyrir degi.
Risnir af beði, Guð með þökk og gleði
göfgum og biðjum.

Bænin skal vekja vora sál og hjarta
vermir og lýsir orðið Drottins bjarta.
Yfir oss niður ljós og líf og friður
líður af hæðum.

Dýrð sé þér, faðir, Drottinn geims og stjarna,
dýrð þér, Guðs sonur, lausn vor sekra barna,
dýrð þér, sem talar, helgar, huga svalar,
heilagi andi.
(Sigurbjörn Einarsson)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband