Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Hvernig maður er Geir ?
Þúsundir Íslendinga kalla laugardag eftir laugardag á afsagnir. Forsætisráðherrann segist ekki sjá neitt sem "kallar" á afsagnir. Geir er greinilega ekki maður sem hlustar á fólkið í landinu.
Hvernig maður er Geir ?
Ekkert kallar á afsagnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann virðist ekki eiga til vott af minnstu auðmýkt og gerir í því að ögra þjóðinni. Skyldi hann mæta augliti til auglitis við mörg þúsund mamnns á fyrirhugann borgarfund í Háskólabíó og svara fyrir sig eða ætlar hann að halda áfram að tala niður til þjóðarinnar í skjóli valdsins?
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 14:50
Bíddu nú við.. það mættu 2% af þjóðinni síðasta laugardag??
Ef við skoðum fjöldann sem mætir á Gay-pride og menningarnótt og 17.júní þá erum við að tala um alvöru tölur en 2% segir ekki rassgat!!!
Skúli (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:19
Það voru ekki margir á fyrsta Gay-pride, og ekki heldur fyrstu menningarnóttinni. En um leið og feimni sleppir mætir þjóðin öll!!
Haukur Baukur, 18.11.2008 kl. 15:25
Hversu mörg prósent þurfa að mæta til að tölurnar segi rassgat Skúli?
Karma (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:28
Var þetta ekki þriðji eða fjórði laugardagurinn?
Ég er ekki að segja að það séu engin tilefni til afsagnar, ég læt það liggja milli hluta en að segja að þessi laugardagsmótmæli rökstyðji það finnst mér bara brandari.
Skúli (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:30
Ertu að meina þetta Karma? Finnst þér skrítið að ég fallist ekki á það að þegar 2% þjóðarinnar mæti á mótmæli sem hefur verið talað um alla vikunna að allir ættu að mæta á sé ekki réttlæting á að ríkisstjórnin íhugi afsögn?
Það er nú bara alveg ótrúlegt og sýnir frekar styrk stjórnarinnar að þegar mestu erfiðleikar sögu lýðveldisins blasa við og augljóst að þar hafa mannleg mistök ráðið miklu að ekki mæti fleiri en þetta að mótmæla.
En ég endurtek, ég er á því að margir ættu að drullast til að taka pokann sinn en ekki á grundvelli "fjöldamótmæla"!!
Skúli (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:35
Ég get ekki tekið undir með þér Skúli. Fólk leggur ekki í vana sinn að mæta á laugardögum í þúsundatali til að mótmæla forsætisráðherra sínum og ríkistjórn.
Geir er greinilega ekki maður til að taka slíkri áskorun. Þannig maður er Geir allavega. Það er ljóst.
kv.
Eyjólfur Sturlaugsson, 18.11.2008 kl. 15:57
Þúgerir lítið úr mótmælum þar sem "bara" 8000 manns mótmæltu (sem er reyndar nær 3%). Það eru 5% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Auk þess var mótmælt annars staðar en á Austurvelli.
Ég var að velta því fyrir mér hversu margir þurfa að mótmæla til þess að þú takir mark á þeim.
Ráðamenn eiga ekki að segja af sér á grundvelli fjöldamótmæla. Mótmælendur endurspegla einfaldlega þá skoðun þjóðarinnar að breytinga sé þörf.
Karma (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.