Þriðjudagur, 23. september 2008
Hvar er fallega haustið ?
Ef heldur áfram sem horfir er þetta annað haustið í röð og annað sumarið í röð þar sem ber á meira staðviðri en við erum vön. Tvö undanfarin sumur hafa verið sólrík, heit nánast upp á hvern einasta dag frá miðjum júní til 20. ágúst. Svo í fyrra var rigningasamt með einsdæmum allt haustið...og í það virðist stefna nú.
Ég veit ekki hvort mér líkar þessi umskipti. Vissulega er gott að hafa sumrin svona sólrík og hlý og án mikillar bleytu en haustin er einnig skemmtilegur tími og fallegur. Það styttir ekki upp til að njóta haustlita, gönguferða eða útiveru yfir höfuð. Hvar er fallega haustið ??
En þessi lýsing á fyrst og fremst við Suður- og Vesturlandið. Norðanheiða er öðruvísi farið. Í fyrra var yndislegt haustveður (eins og myndin sýnir) meðan rigndi sunnan heiða.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
innlitskvitt.
Aprílrós, 23.9.2008 kl. 21:34
KLUKK, minn kæri, sértu ekki búinn
Helgi Már Barðason, 24.9.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.