Leita í fréttum mbl.is

Open office

Jæja keypti mér fartölvu um daginn.  Auðvitað eina Asus tölvuna til við bótar.  

En ég tók annað skref við tölvukaupin þegar ég ákvað að hætta að nota Micrasoft Office hugbúnaðarpakkann, sem ég hef notað allar götur síðan 1990, en  ég notaði Word perfect frá 1987-1990.  Þess í stað hlóð ég inn ókeypis hugbúnaði sem heitir Open Office, sem er í raun arftaki Star Office ef einhver kannast við hann, og er framleiddur af SunÞetta er algjörlega frír hugbúnaður.

Í þessum pakka er að finna eftirtalin forrit:Open Office

  • Writer - Ritvinnsluforrit
  • Calc - Töflureiknir
  • Impress - Glæruframsetning
  • Draw - Teikniforrit
  • Base - Gagnagrunnsforrit
  • Pakkinn tekur mun minna pláss en Micrasoft Office pakkinn og einfalt mál að hlaða honum niður.

    Það er skemmst frá því að segja að þetta er mjög fínn hugbúnaður. Ég hef ekki lent í neinum einustu vandræðum með hann.   Tekur niður wordskjöl eins og ekkert sé og aðrir eiga ekki neinum vandræðum með skjöl sem ég sendi þeim.  Ég nota svo hugbúnaðinn sem fylgdi Windows vista með tölvupóst og skipuleggjara en það er auðvitað hægt að nota sambærilegt á netinu.

    Hér er svo slóðin á frían Open Office pakkann ef einnhver annar vill frjálsari tilveru.  http://www.openoffice.org/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með litlu tölvufjölskylduna þína :)

Vonandi ertu með öryggisvörslu fyrir heimilið og vonandi eru tölvur og annað vel tryggt.  Það getur nefnilega verið hættulegt að lýsa of miklu, bæði á bloggi og annars staðar. Það er fylgst með úr ýmsum áttum (auglýst afmæli, jarðarfarir og aðrar uppákomur) til að kynna sér aðstæður. Nú heldurðu, að öllum líkindum, að ég sé með ofsóknarbrjálæði :) en hef bara séð að búslóð (þ.e. verðmæti) hvarf og það e-s staðar á bilinu 8 til 16. Ekki veldur sá er varar.

Leo (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með fartölvuna þína. ;) Góða helgi til þin og fjölskyldu þinnar ;)

Aprílrós, 19.9.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Gangi þér vel með nýju græjurnar þínar..Kveðja,Lóa

Agnes Ólöf Thorarensen, 21.9.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband