Mánudagur, 4. ágúst 2008
Búinn að prófa Flickr !
Ég notaði morguninn í að skoða Flickr vefinn margfræga. www.flickr.com Í stuttu máli kom hann mér á skemmtilega óvart. Ég hafði eiginlega búist við hálfmisheppnuðu veftóli. Hann reyndist ótrúlega góður til að hlaða inn myndum, góður í að halda utan um skipulag á myndasöfnum, frábær í að deila myndum og myndasöfnum með öðrum og nothæfur í að vinna með myndir. Maður fær svæði sem hægt er að geyma einhver hundruð mynda (fer eftir stærð) en ef maður vill meira og líka tól fyrir vídeómyndir þá er hægt að greiða 2000 kr á ári fyrir ótakmarkað magn. Svo bíður vefurinn upp á slideshow, ýmsa útprentimöguleika og margt margt fleira. Eitt það sniðugasta sem ég rakst á(samt nokkuð í land með þróun) er að hægt er að merkja myndir, sem maður tekur, inn á landakort eftir staðsetningu þeirra.
Myndvinnslan er í lagi en til að fá alla eiginleika hennar þarf maður að greiða um 2000 kr hjá Picnik. www.picnik.com . Kosturinn er auðvitað sá að með þessu myndvinnslutóli er hægt að vinna myndir á netinu, hvar og hvenær sem er. En það er seinlegt. Mæli frekar með að myndirnar séu unnar áður en þær eru settar á netið og þá sé notað hið flotta, góða og algjörlega fría myndvinnslutól PhotoScape www.photoscape.org
Nú á ég 14 myndir inni á www.flickr.com/photos/guggaogloi
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
>Sammála þér um flickr.com. Gott samfélag þar inni. Minnir mig á að ég þaarf að fara borga fyrir aukageymsluna.
Takk fyrir að benda á photoscape. Það kem ég til með að notfæra mér.
Dunni, 4.8.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.