Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Rikki á afmæli í dag
Í dag (22.07.) á Rikki afmæli. Orðinn 9 ára gamall. Birna var að koma frá Tenerife í dag svo Gugga sló í nokkrar tertur í tilefni afmælisins og heimkomu Birnu. Tengdó, frændfólk og langamma litu inn í kaffi seinnipartinn.
Annars var afmælisveislan hans á fimmtudaginn var meðan enn var 20 stiga hiti og sól á Selfossi. Í afmælisveisluna mættu 13 gestir og höfðu með sér sundföt því hápunktur veislunnar var vatnsslagur í garðinum. Notaðar voru vatnsblöðrur og garðúðarar. Tiltækið heppnaðist vel og afmælið tókst með ágætum.
Á efri myndinni er Rikki í dýragarðinum í Árhúsum, en þar var hann fyrr í sumar. Hin myndin er af afmælisgestunum í blíðunni rétt áður en vatnsslagurinn mikli hófst.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með Rikka og Birna komin heim.
Kveðja Guðrún Ing
Aprílrós, 23.7.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.