Þriðjudagur, 10. júní 2008
Burtu með viðskiptafréttir !
Ég sá línurit í morgun sem sýndi hagvöxt síðustu árin. Þar kom skemmtilega á óvart að síðasta rísandi hagvaxtartímabil stóð aðeins yfir í um 5 ár. En á þessum árum lærði þjóðin að fylgjast með viðskipta- og fjármálafréttum, sem urðu eftir þvi sem leið á tímabili stöðugt fyrirferðameiri í fjölmiðlum landsins. Á sama tíma smá hurfu fréttir úrhefðbundnum atvinnugeirum.
Þetta var sko góð tilbreyting fannst mér. Flott að fá bleik viðskiptablöð með fullt af ferskum fréttum um gott gengi íslenskra útrásafyrirtækja. En nú í öldudalnum horfir öðruvísi við. Það er hreinlega hundleiðinlegt að hafa svona mikið af fréttum úr þessum geira. Niðurdrepandi að hlusta, horfa og lesa um þetta allt saman.
Svo nú kalla ég á að fá fiskifréttirnar, landbúnaðarfréttirnar og aðrar gamaldags fréttir aftur inn í fjölmiðla. Þær þurfa ekki endilega að vera svo upplífgandi en allavega er ljóst að þær verða í versta falli mun skárri en viðskiptafréttirnar.
Burtu með þessar viðskiptafréttir.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.