Laugardagur, 19. janúar 2008
Nú þarf ég víst að fara að gera eitthvað
Nú sit ég uppi með 12 mánuði eða eitt ár í óuppgerðu reikningsári Júdodeildar Umf. Selfoss, en þar er ég gjalkeri. Mér var náttúrulega sagt að þetta væri engin vinna að standa í þessu...en það hefur nú ekki alveg verið þannig.
En ég er búinn að bretta upp ermarnar (gerði það strax í morgun) og gjóa augunum í allan dag á möppurnar. Líka búinn að hressa mig á sterku kaffi (ítrekað). Já og er nú að blogga um málið....þannig ég er allur að skríða af stað í verkið.
Nú finn ég fyrir próteinskorti svo rétt að fara og skoða í ískápinn. Maður verður nú að vera hlaðinn orku áður en þetta byrjar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vona að laugardagurinn hafi verið nógu langur Lói minn til að komast á gott skrið í þessum blaðabunka
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.1.2008 kl. 18:16
Jáhá... loksins fann ég veruleg tengsl við þig bróðir sæll. Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta.......... þ.e. frestunaráráttan. En ég skal gefa þér gott ráð af minni viðamiklu reynslu um þetta málefni.
Þótt þessu seinki ögn... þá geturu verið alls óhræddur um að það hverfi. Alveg pollrólegur.. þetta fer EKKI NEITT.
Sigga (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.