Þriðjudagur, 6. desember 2011
Er tiltrú fólks að dvína á Vantrú ?
Málið allt gegn Bjarna Randveri hefur snúist í höndum Vantrúarmanna. Verður svo bara að koma í ljós hvort ein töpuð orusta snúi stríði.
Vantrú svarar fyrir sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get ekki séð að þeir hafi tapað neinni orrustu varðandi mál Bjarna Randvers. Moldviðrið, sem þyrlað hefur verið upp hefur snúist um eitthvað allt annað en mál hans. Ég hef ekki séð neinn taka það mál efnislega fyrir né ræða sögu þess, þróun og staðreyndir. Moldviðrið hefur fyrst og fremst snúist um að draga fram fúkyrði eins einstaklings, sem Bjarni tók ófrjalsri hendi út af lokuðum spjallvef til að kasta rýrð á alla Vantrúarmenn. Bjarni hefur nú verið kærður fyrir þetta líka.
Ég ráðlegg þér að kynna þér málið ef þú hefur einhvern áhuga á sanngirni og málefnalegri umfjöllun. Bjarni gerðist brotlegur við siðareglur háskólans og neitaði svo að mæta fyrir nefndina. Gerði raunar allt sem í hans valdi stóð til að spilla störfum nefndarinnar.
Þetta mál er ekki búið enn.
Ég er ekki neinn sérstakur málsvari Vantrúar og tilheyri ekki þeim félagsskap, en ég hef fylgst með málinu og séð hverslags óskammfeilni og óheiðarleiki er í gangi frá hendi Bjarna og áróðursmeistara hans. Hafir þú vilja og heiðarleika til, þá munt þú sjá það sama við örlitla eftirgrennslan.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2011 kl. 19:19
En hvað sem siðanefndinni líður þá er alveg ljóst miðað við gögn af lokuðum spjallvef Vantrúar að safnaðarmeðlimir Vantrúar hafa skipulega og markvisst reynt allt sem í þeirra valdi stóð til að klekkja á Bjarna.
Safnaðarmeðlimir Vantrúar mega að sjálfsögðu hafa sína skoðun á trúmálum en þeir ættu einnig að virða trúfélög og kirkjuna og það sem sú starfsemi stendur fyrir án afskipta.
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 19:29
Er ekki Vantrú-ar maður en mín skoðun er, ef
http://www.vantru.is/2010/02/25/13.00/
er rétt, að Vantrúarmenn séu í fullum rétti að leyta réttar síns. Hvernig hlutir eru teknir þarna úr samhengi er vægt til sagt ógeðfellt og ekki HÍ til sóma.
Dóri (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 20:03
Jón Steinar hvaða dylgjur eru þetta maður..."Hafir þú vilja og heiðarleika til"...
Eyjólfur Sturlaugsson, 6.12.2011 kl. 20:10
Ég skoar á alla sem vilja kynna sér málið að lesa einmitt "greinargerð" Vantrúarmanna/Matthíasar Ásgeirssonar á vef Vantrúar, en á henni byggðist "kæra" þeirra á Bjarna Randver:
http://www.vantru.is/2010/02/25/13.00/
Skoðið glærurnar, "röksemdir" Matthíasar/Vantrúar og ekki síst athugasemdir við hverja af hinum 12 "greinargerðum" sem heildargreinagerðinni er skipt í.
Allt heilbrigt fólk mun sjá tilhæfuleysið í málatilbúnaði Vantrúar/Matthíasar enda gerir Bjarni ekkert annað en að draga upp mikilvægar og hárréttar vísbendingar um Vantrú, starfsemi þess félagsskapar og meðlimi, hvort sem Vantrúarmönnum líkar betur eða ver.
Lesið síðan skýrslu ráðsins sem rannsakaði störf siðanefndar til að fá heildarsýn á málið: http://www.hi.is/files/skjol/stjornsysla/haskolarad/Skyrsla_um_mal_sidanefndar_HI_nr1_2010.pdf
Og að kæra Bjarna fyrir stuld á gögnum sem voru fyrir löngu komin á hringsól út um allt, enda höfðu meira en 200 manns aðgang að þeim og gátu dreift þeim (þetta var nú ekki meira lokað en það), er álíka fáránlegt og hin kæran og bæði Vantrú, öllum meðlimum Vantrúar og stuðningsfólks þess félagsskapar til enn meiri minnkunnar.
Og Jón Steinar ... Þórður Ingvarsson skrifaði þessa fáránlegu grein sína á eigið bloggsvæði þar sem hún var til sýnis í heilt ár og öllum opin - ef þú ert að meina hana.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 01:43
Jón Steinar: "Bjarni gerðist brotlegur við siðareglur háskólans og neitaði svo að mæta fyrir nefndina. Gerði raunar allt sem í hans valdi stóð til að spilla störfum nefndarinnar."
Þetta sýnir vel á hvaða endemis villigötum Jón Steinar Ragnarsson er í raun og veru, búinn að taka sér dómaravald í máli sem var dregið til baka og hefur sjálfur ekki kynnt sér málavöxtu heldur byggir sleggjudóma sína á getgátum og ódulbúinni heift í garð Bjarna.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 01:49
Leiðrétting ... "greinargerð" Vantrúar byrjar hér:
http://www.vantru.is/2010/02/15/13.00/
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.