Þriðjudagur, 25. maí 2010
Hagvöxtur...ömulegur mælikvarði ?
"Hagvaxtarhyggjan er stækasti rétttrúnaður samtímans. Hún er nánast eini mælikvarðinn sem er lagður á verk ríkisstjórna. Það sem er einkennilegast við hana er að hún íklæðist gervi skynseminnar, lætur eins og hún sé hin eina og sanna skynsemi. Því er svo erfitt fyrir stjórnmálamenn að víkja af götu hennar. Þrátt fyrir að í raun sé þetta skynsemi sem er gengin af göflunum.
Hagvaxtarhyggjan í síðustu birtingarmynd sinni þeirri örvæntingarfyllstu liggur manni við að segja gengur út á að fólk sé í búðum frá morgni til kvölds. Við höfum þetta hroðalega ljóta orð, neytendur. Það er notað yfir fólk líkt og það sé skepnur sem eru reknar í réttir.
Okkur er hrósað fyrir að vera svo dugleg að neyta; það eru jú neytendurnir sem halda uppi hagkerfinu björguðu heiminum meira að segja frá síðustu kreppu með því að steypa sér í skuldir. Þjóðverjar og sumar aðrar Evrópuþjóðir fá skammir frá hagfræðingum fyrir að slá slöku við í neyslunni.
Hagvaxtarhyggjan felur í sér að því sem er gamalt er kastað á haugana. Í staðinn höfum við fengið aðgang að ofboðslegu magni af ódýrum varningi sem hleðst alls staðar upp og enginn hefur raunverulega þörf fyrir. Við höfum einnota föt, tæki sem endast varla árið, bíla sem er skipt um ótt og títt. Alls staðar í heiminum eru sömu verslunarmiðstöðvarnar með sömu vörumerkjunum allir eru að kaupa það sama, gera það sama, horfa á það sama.
Hnattvæðingin er ítrasta birtingarmynd hagvaxtarhyggjunnar. Það skal kappkostað að ná verði framleiðslunar niður og því er henni úthýst til Asíullanda í Kína. Til að þetta borgi sig þarf að mergsjúga verkafólk og að vissu leyti framleiðendur."
Tekið af Silfri Egils á slóðinni : http://silfuregils.eyjan.is/
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.