Leita í fréttum mbl.is

Enn fleiri góðar fréttir

Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi.

Hvergi við Ísland er munur á flóði og fjöru jafnmikill og við innanverðan Breiðafjörð og þar sem óteljandi eyjar þrengja mynni Hvammsfjarðar myndast hin öfluga Hvammsfjarðarröst þegar sjórinn fossar til skiptis inn og út um sundin.

Þessa orku vill Sjávarorka beisla og hefur nú fengið rannsóknarleyfi frá Orkustofnun. Að fyrirtækinu standa RARIK og aðilar í Stykkishólmi, þeir stærstu Skipavík og Stykkishólmsbær. Athuganir benda til að þarna megi vinna álíka mikla orku og gert er í Sultartangavirkjun, sem er 120 megavött.

Stjórnarformaður Sjávarorku, Steinar Friðgeirssson, segir hugmyndina þó ekki að virkja svo stórt heldur stefnt að smærri túrbínum til að byrja með. Ekki er gert ráð fyrir neinum stíflugörðum heldur er hugmyndin að hafa hverflana einfaldlega bara í sjónum með sem minnstum áhrifum á lífríkið. Næstu skref, að sögn Steinars, verði að kanna hagkvæmni verkefnisins og að leita eftir erlendum samstarfsaðilum.

Tekið af vefnum www.visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband