Sunnudagur, 3. ágúst 2008
Rólegt um helgina
Fjölskyldan hefur verið að mestu heimavið þessa helgi. Birna Björt fór þó á föstudaginn á þjóðhátíð í Eyjum. Keli er að vinna þessa helgi en skreppur á kvöldin eitthvað. Gugga er enn að glíma við bakmeiðslin. Stulli kom óvænt í helgarfrí úr sveitinni og hefur verið að ryfja upp kynnin við vini sína.
Það eru helst við Rikki sem höfum aðeins verið að skoða okkur um. Við fórum í gær á Stokkseyri og heimsóttum þar Töfragarðinn, Draugasetrið, Álfa, trölla og norðurljósasafnið og Veiðisafnið. Litum inn í nokkur gallerý og listamannstofur í leiðinni. Í dag skuppum við á Unglingalansmótið í Þorlákshöfn og heilsuðum upp á fólk úr Dölum og Reykhólasveitinni.
Vorum rétt áðan í mat hjá tengdó, en hún var að halda uppá það að nú voru allar hennar dætur heimavið.
Bloggfærslur 3. ágúst 2008
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar