Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Sniðganga N1 ?
Ættum við að sniðganga N1 ? Kannski bara. Allavege er N1 er eina olíufélagið sem ekki hefur verð á olíu sinni á heimsíðu sinni. Verð þeirra er ekki hægt að bera saman á www.gsmbensin.is , þar sem verðsamanburður á olíu og bensíni er neytendum hvar skýrastur. Þetta finnst mér slæm neytendapólitík hjá fyrirtækinu. Svona gylliboð koma engum ljóma á reksturinn í mínum augum.
Í mínum huga er valið skýrt. Ég bý stutt frá N1 þjónustumiðstöð en versla þar aldrei. Ég versla við fyrirtækin sem sýna sig í að vera með lægsta verðið dag eftir dag og viku eftir viku...og það eru Orkan og ÓB.
![]() |
10 króna afsláttur af bensíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Það er ekki kreppa
Nú nýverið las ég viðtal við Helga Seljan í einu dagblaðanna um helgina. Hann segir blákalt að ekki sé um neina kreppu að ræða í því efnahagsástandi sem nú er. "Á meðan allir hafa vinnu er ekki hægt að tala um kreppu" , segir hann. Þótt fólk neyðist til að kaupa sér minna af munaðarvarningi en áður er ekki verið að tala um almennan skort. Skorti fólk hinsvegar lífsnauðsynjar - þá er komin upp kreppa.
Kannski er þetta alveg rétt. Atvinnuleysi mælist nánast ekkert eða um 1% og vöruskiptajöfnuður er að lagast frá því sem verið hefur. Mikil verðbólga, háir vextir og offramboð á fasteignamarkaði er hugsanlega eitt og kreppa annað.
Bloggfærslur 1. júlí 2008
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar