Mánudagur, 28. apríl 2008
Davíð Oddsson er ekki enn í fangelsi
Ég veit ekki hvernig sjálfstæðismenn hafa náð að telja stóran hluta landsmanna á það að þeir kunni að fara með fjármál landsins. Frá því ég var polli og fór að fylgjast með pólitík hafa sjálfstæðismenn oftast komið fram og kynnt sig sem "ábyrga " stjórnmálamenn sem kunni að fara með fé. Hvað ætli margir haldi virkilega að svo sé enn ?
Nú horfir maður upp á hrikaleg mistök í efnahagsstjórn undanfarinna ára. Hæstu vextir(15 %) í Evrópu, 12% verðbólga og hverfandi hagvöxtur. Eignir fólks étast upp og það gerist hratt. Lán á íbúðarhúsnæði hækka vegna verðbólgunnar og verð á húsnæði er byrjað að lækka. Hafi fólk haft 70 % lán á húsinu sínu...þá er það hlutfall að hækka jafnt og þétt og eignarhlutinn á móti að minnka. Þetta er að gerast núna hjá þúsundum Íslendinga. Hvar þetta endar veit enginn ennþá.
Í lærðum viðskiptaskólum um allan heim verður í framtíðinni tekið fyrir dæmið um Ísland. Efnahagsstjórnun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar verður notað sem lýsandi dæmi um hvernig hægt er að gera afdrifarík mistök. Og nemarnir munu taka vel eftir því þetta er þegar á botninn er hvolft ákaflega skýrt og ótrúlegt dæmi. Kinka kolli til hvers annars og brosa í kampinn meðan þeir virða fyrir sér litla mynd af krullhærðum forsætisráðherra. Og kannski spyr einhver í einfeldni sinni " Og hvað með Mr. Oddsson, var hann ekki settur inn ?"
Bloggfærslur 28. apríl 2008
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 206649
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar