Laugardagur, 8. nóvember 2008
Meiri arður er sjálfslagt best
Ég man ekki hvenær ég heyrði fyrst framkvæmdastjóra segja það í fjölmiðlum að hans hlutverk væri fyrst og fremst að tryggja hluthöfum fyrirtækisins arð. Það er ekki svo langt síðan, trúlega um 10 ár.
Hitt man ég vel hvað mér var brugðið við að heyra þetta. Var maðurinn snarruglaður að tala um arð og aukinn pening til þeirra sem ríkastir voru ? Að nefna hvorki starfsmenn né viðskiptamenn...bara peningagræðgina. Hann hlyti fyrr eða síðar að fá það óþvegið.
Ég ég hafði rangt fyrir mér. Fleiri og fleiri töluðu ekki um annað í fjölmiðlum. Síðar uðru til heilu fjölmiðlarnir bara til um viðskipti. Það átti að græða, ekkert að því að því þótt þeir ríkari yrðu ríkari.
Og mér fór að verða slétt sama líka. Já já bara hið besta mál. Þetta væri gangur lífsins.
Sennilega væri mér enn alveg hjartanlega sama ef þessir blessaðir menn og stjórnmálamenn sem dáðu þá...hefðu ekki brugðist.
Nú treysti ég engum nema Jóhönnu Sigurðardóttur og Ellert B. Skram.
Bloggfærslur 8. nóvember 2008
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar