Leita í fréttum mbl.is

Veikur blettur sem sumir hafa gaman af

Það hefur áreiðanlega komið Dönum á óvart hversu heiftarleg viðbrögð voru við birtingu skopmynda af Múhameð austið 2005.  Síðan held ég að það hafi komið öllum hinum kristna heimi líka á óvart.  Fæsta hafði grunað að þessar myndir virkuðu eins og veikur blettur á hinum Islamska heimi.

Nú hef ég grun um að sumir hafi nokkra ánægju af því að Múslimar séu espaðir upp með þessu móti.  Svona svipað og þegar fólk áttar sig á leið til að stríða einhverjum með eitthvað.  Nefna menn gjarnan tjáningarfrelsið í þessu sambandi.  Ekki vil ég láta banna þessar myndbirtingar en mikið ætti það að höfða til samvisku hvers og eins að láta það vera að særa aðra vísvitandi.

En hér er um trú að ræða. Trúfrelsi í okkar landi byggir fyrst og fremst á gagnkvæmri virðingu milli trúarbragða. Hlífum því blessuðum Múslimunum með svona myndbirtingum ef þess er nokkur kostur.


mbl.is Dönsk blöð birta „Múhameðshundinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2007

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband