Föstudagur, 31. ágúst 2007
Blessuð rigningin og hinn svali norðanvindur
Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að mikill hiti á stórum landsvæðum er meira vandamál fyrir mannskepnuna en kuldar á landsvæðum í kringum pólana, fyrr en ég stóð í rúmlega 43 stiga hita í Tyrklandi í sumar. Og í þessum hitum brunnu skógar í Grikklandi, Búlgaríu, Ítalíu og á Tyrklandi. Fjörutía stiga hiti, vindur og ekki dropi úr lofti mánuðum saman. Allavega lífshættulegar aðstæður fyrir Dalamann af Íslenskum uppruna.
Mikinn hita klæðir maður ekki af sér eins og kuldann og þegar lofthiti er kominn upp fyrir líkamshita er ástandið orðið lífshættulegt, nema til séu ráð til að kæla sig niður. Og vatnsskortur ...hvernig á maður að muna eftir því að það sé skortur á hreinu vatni á stórum svæðum í heiminum...þegar vatn rennur, fossar eða snjóar til jarðar allt árið á Íslandi ?
Já blessuð rigningin og hinn svali norðanvindur. Að hafa blotnað er lúxus þegar maður er orðinn þur aftur og kuldinn er vellíðan þegar maður fær ilinn í kropinn á nýjan leik.
Svo drekkum við kaffi og kók þegar við (eins og aðeins fá prósent jarðarbúa geta) eigum kost á því að drekka hreint og ómengað vatn.
Bloggfærslur 31. ágúst 2007
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar