Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Tottenham - vann í dag
Um svipað leiti og það varð flott að halda með einhverju ensku liði þá fór ég að halda með Tottenham. Hef aldrei fundið út hversvegna svo var. Tengi það lítillega því að mér fannst ekki stórmannlegt að halda með besta liðinu þá og þá stundina. Stulli minn virðist vera með sömu heilkennin, en hann hélt sem barn lengi með Manchester U. en hætti því snögglega 12 ára gamall og fór að halda með Fullham, sem nánast enginn maður heldur með.
En ég hef verið sannur fylgismaður Tottenham í rúm 20 ár og aldrei hvarflað að mér að halda með öðru. Er ekki á leiðinni að hætta því þótt ég tapi mér nú engan veginn yfir þessu. T.d horfi ég næstum aldrei á beinar útsendingar úr enska boltanum...alltof tímafrekt að eiga við það.
Þeir sem halda með Tottenham eru reyndar ótrúlega margir (komst að því þegar ég fékk Internetið) og klúbburinn okkar heldur úti heimasíðu og skipuleggur ferðalög á leiki liðsins. Heimasíðan er http://www.spurs.is/
![]() |
Keane með tvö mörk og rautt spjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 25. febrúar 2007
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 206650
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar