Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Ekki bara börn ...ekki bara tölvuleikir
Tölvuleikir eru yndislegt fyrirbæri. Margir þeirra eru mjög uppbyggjandi og fræðandi og hafa jákvæð og góð áhrifá þá sem spila þá. En þar sem þeir eru svona áhrifamiklir og skemmtilegir vilja gjarnan margir vera lengi í þeim...og því miður missa alltof margir stjórn á spilum tölvuleikja.
Ég vek athygli á að ekki er eingöngu um að ræða misnotkun á spilum tölvuleikja að ræða heldur líka misnotkun á "að vera í tölvu" ; t.d að vera lon og don á MSN, sem er líka algengt vandamál. Ég veit dæmi þess að unglingur hafi verið allt upp undir 40 tíma á MSN á viku með skóla.
Þá bendi ég á að þetta vandamál einskorðast síður en svo við börn. Fullorðnir einstaklingar hafa í auknum mæli misst algjörlega tök á tilverunni vegna tölvufíknar. Og gleymum því ekki að í mörgum tilvikum, meðan börnin leika sér í tölvunni, eru foreldrar þeirra líka í tölvu í öðru herbergi. Kannski að vafra um á Internetinu, vinna, sýsla með myndir eða skoða tölvupóstinn sinn. Þannig að fyrirmynd barnanna er meirra og meira í þá áttina að dvelja með tækjum fremur en fólki.
![]() |
Skrópa vegna tölvuleikja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 22. nóvember 2007
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar