Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Nýtt myndaalbúm
Var að setja inn nokkrar myndir af Luciu eftir veru hennar á Íslandi. Endilega lítið í albúmið !
Lucia lærði aldrei almennilega að klæða sig eftir íslensku veðri. Ef það var laugardagskvöld þá fór hún fínt klædd út og þá gjarnan í háhæluðum skóm í stuttu pilsi og skipti þá engu máli hvort það var 14 stiga frost eða bylur.
Lucia var hinsvegar afar dugleg að aðlaga sig íslenskum mat og borðaði næstum því allt sem fyrir hana var borið. Slátur fannst henni gott, líka flatkökur og hangikjöt. Fiskur var þó seint í uppáhaldi nema þá lax. Hún borðið oft furðu vel og sló jafnvel Stulla og Kela við.
Hún beit aldrei í brauð (myndin sýnir heiðarlega tilraun); braut það alltaf að ítölskum sið, aldrei séð ostaskera eins og við notum og aldrei séð fyrr að pesto væri notað á brauð.
Á Íslandi upplifði hún í fyrsta skipti kvennprest við störf og jarðskálfta upp á 6, 3.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Og nýtt netfang
Bölvað bras er þetta að verða að skipta um nettenginu. loi@simnet.is er nú dottið út. Borgar sig líklega ekki að fara að taka upp netfang hjá Tal...efmaður skyldi nú seinna skipta aftur. Nýtt netfang hjá mér er eyjolfur@selfoss.net .
Gugga vildi aldrei nota netfang hjá Símanum, sem eftir á að hyggja var bara snjallt.
Mánudagur, 23. júní 2008
Aftur kominn í samband
Var að skipta ADSL tengingu frá Símanum yfir í Tal. Það tókst nú ekki betur til en ég varð sambandslaus í rúma viku. Greinilega ekki bestu vinir Síminn og Tal.
Hættur með ADSL sjónvarpið og kominn með hraðari og ódýrari Internet tengingu.
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Ísbjörn í 200m fjarlægð
Ef ísbjörn fyndist nú í 200m fjarlægð frá Selfossi, þar sem búa um 6000 manns...yrði þá ákveðið að bíða í 20 - 30 tíma eftir sérfræðinig frá Danmörku ? Fólki yrði auðvitað tryggt öryggi með lögreglu og björgunarsveitum þannig að ef bangsi myndi fara á ról...þá yrði hann skotinn. Og að sjálfsögðu yrðu íbúar á Selfossi að halda sig innandyra í þessa 20 - 30 tíma. Öryggisins vegna.
Ég held að aldrei hefði komið til þessa. Skelfing og reiði hefði gripið um sig og dýrið verið aflífað á stundinni.
En þarna á bænum Hrauni á Skaga býr bara ein fjölskylda og hún varð að lúta ákvörðunum um útgöngubann og sætta sig við raunverulega hættu við bæjardyrnar klukkustundum saman og horfa upp á bangsa greyið hakka í sig æðarvarp, sem hefur tekið árin að rækta. Enda ákvörðunin um að reyna að ná dýrinu lifandi tekin í Reykjavík þar sem enginn bangsi var nálægur, enginn hræddur og enginn í útgöngubanni....því alveg sjálfsagt að bjóða þessum bændum þarna á Hrauni uppá þessar aðstæður. Góður staður fyrir svona tilraunastarfssemi.
En tilraunin mistókst.
Mánudagur, 16. júní 2008
Suðurland
Nú líður að því að Lucia kveður Ísland. Við notuðum því alla helgina í að ferðast með hana um Suðurlandið. Laugardagurinn var mjög fallegur, bjartur og hlýr og því tilvalinn til að njóta náttúrunnar. Við fórum hefðbundna ferðamannaslóð; Kerið, Geysir og Gullfoss.
Á sunnudeginum blés af suðvestri og gerði skúri á Selfossi. Við ókum hinsvegar beint upp í Þjórsárdal og svo áfram upp á hálendi. Og merkilegt nokk. Í Þjórsárdal var um 11 stiga hiti en uppi við Hrauneyjarfossvirkjun var 16 stiga hiti og sól. Fórum allaleið að Þórisvatni, sem skartaði sínum sérstaka blá lit í sólskininu.
Föstudagur, 13. júní 2008
Bíll sem gengur fyrir vatni
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Til hamingju Maddý
Ég óska Maddý til hamingju með að vera orðin forseti bæjarstjórnar í Árborg. Maddý er vel að því komin, margreynd, ákveðin og sanngjörn.
![]() |
Nýr forseti bæjarstjórnar í Árborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. júní 2008
Blaut gönguferð
Skrapp í gönguferð með pabba og Hornstrendingaförum á Reykjarnesið á laugardaginn. Genginn var skemmtilegur hringur frá Þorbirni til Eldvarpa og þaðan brauðstíginn með viðkomu hjá Tyrkjabyrgjunum. Endað niðri í Staðarhverfi (þar sem gólfvöllurinn er) Allst tók gangan um 5 tíma.
Eftir gönguna var farið í sund, gufu og heita potta. Þaðan svo í mat í Saltfiskhúsinu. Ljómandi alveg.
Veðrið var samt í aðalhlutverki. Helli, helli rigning og rok....því tók ég því miður enga mynd.
Föstudagur, 6. júní 2008
Fráhvarfseinkenni
Líkamsrækt mín hefur fyrst og fremst byggst upp á tveimur þáttum; sundi og gönguferðum á Inglólfsfjall. Ég hef gjarnan farið 3 í viku í sund og 1 sinni - 2 sinnum í viku á fjallið.
Nú er sundlaugin búin að vera lokuð í meira en viku og ekki ráðlagt að ganga á fjallið næstu misseri vegna hættu á grjóthruni.
Jú...ég hef sko fráhvarfseinkenni.
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Rauði krossinn
Í öllum þeim hamagangi sem verið hefur í kjölfar stóra skjálftans er Rauði krossinn áberandi. Það var alveg einstök tilfinning að vera í fjöldahjálparstöðinni frá opnun hennar og fylgjast með sjálfboðaliðunum týnast inn allt kvöldið.
Í fyrstu var einungis um heimafólk að ræða. Fólk sem hafði yfirgefið heimili sín og ástvini við erfiðar aðstæður til að hjálpa öðrum. Siðar bættust við aðilar frá Reykjavík og þá léttist álagið mikið.
Það er aðdáunarvert að sjá þetta fólk að störfum og mikið er starf Rauða krossins mikilvægt og dýrmætt á tímum sem þessum.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 206395
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar