Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þriðjudagur, 20. september 2011
Afmælisveisla
Þessi einstaka mynd er tekin á 6 ára afmæli Birnu Bjartar 1995. Afmælisveislan var á Laugarfelli. Ég man nokkuð vel eftir myndatökunni, því við höfðum talsvert fyrir því að fá öll börnin til að stilla sér upp í röð. Ef grant er skoðað kemur í ljós að allir nema einn gerir ekkert hlé á því að nærast; allir annaðhvort að soga Frissa fríska upp úr fernu eða háma í sig pulsu.
Annað sem tíðkaðist í afmælum á þessum tíma sést á myndinni, en það er poppkorn (nú eru allir í snakkinu). Allir í afmælinu fengu poppkornspoka þegar þeir voru búnir með pulsuna en ljóst að Stulla fannst tryggara að sækja sér hann strax og heldur hann fast um hann á myndinni.
Tvísmellið á myndina til að sjá hanna í fullri stærð.
PS: Auðvitað á að standa Ívar en ekki Ívan...afsakið það.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. september 2011
Júdomaðurinn
Þessi mynd er tekin sumarið 1993, þannig að Stulli er sennilega rúmlega hálfsárs gamall. Hér situr hann úti í náttúrinni í sinni fyrstu fjallaferð - en myndin er tekin í Vaðalfjöllum stuttu áður en fjölskyldan flutti frá Reykhólum að Laugum.
Það má sjá á þessari mynd að Stulli er strax á fyrsta ári júdólega vaxinn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. september 2011
Að hestbaki
Þessi mynd er tekin sumarið 1994 í fjölskylduferðalagi en þá datt okkur Guggu það snjallræði í hug að fara með kornung börnin í tjaldferðalag. Það gekk bara vel.
Jæja ...en á þessari mynd brosir Birna sínu breiðasta á hestbaki við mömmu sinni sem tekur myndina. Enginn virðist taka eftir því að eins og hálfsárs patti standi að hestbaki og horfir löngunaraugum á freistandi tagl.
Fylgir því hræðilega óþægileg tilfinning að horfa á myndina.
Þriðjudagur, 13. september 2011
Fyrirsætur á fjalli
Ég er búinn að opna enn eitt myndaalbúmið og byrjaður að skanna það. Nú er það tímabilið 1993 - 1994. Skemmtilegt tímabil þegar Birna, Stulli og Keli voru öll lítil og fjölskyldan bjó á Laugarfelli.
En í albúminu er líka þessi mynd, sem er tekinn á toppi Hafratinds um miðjan september 1993. Þá gengu ég, pabbi, Gulli og Sólveig á fjallið í blíðskaparveðri.
Herrarnir á myndinni eru ótrúlega líkir þeim herrum sem maður sér í dag í Dressmann auglýsingum í sjónvarpinu. Eins og fyrirsætur á fjalli.
(Til að stækka myndina smellið þá á hana - og svo aftur og þá kemur hún í fullri stærð. )
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. september 2011
Evran er hættuleg íslensku samfélagi
Til harðra átaka kom við Seðlabankann í gær þegar evran gerði fyrirvaralausa og fólskulega innrás í íslenskt efnahagslíf. Litlu munaði að illa færi, en snarræði starfsfólks bankans varð landinu til bjargar.
Við urðum vör við það um miðjan dag að evrur voru farnar að flæða um miðborgina og valda umtalsverðu tjóni. Þær voru mjög grimmar, réðust beint að grunnstoðum efnahagslífins og byrjuðu að grafa undan þeim, sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sveittur og tættur eftir átökin, og sýndi blaðamanni bílakjallara Seðlabankans sem er illa farinn eftir árásina.
Það er ekkert grín að fást við þessa óværu, bætti hann við. Þetta er skæð plága sem eirir engu. Allir vita hvernig hún hefur leikið efnahag nokkurra ríkja í Suður-Evrópu síðustu mánuði. Við vissum af henni þar, en við áttum ekki von á að hún hefði dreift sér hingað norður eftir svona hratt.
Már segir húsvörðinn í bankanum hafa gripið til snjallræðis sem ruglaði evrurnar í ríminu. Hann benti þeim á landbúnaðarráðuneytið og sagði þeim að reyna bara að eiga við Jón Bjarnason. Við þetta lögðust þær í hláturskast og lágu nógu lengi til þess að við gátum komið á þær gjaldeyrishöftum. Sem betur fer áttum við svolítið af þeim á lager, en þessi hræðilega árás staðfestir í mínum huga nauðsyn þess að við komum okkur upp enn víðtækari höftum. Það er ekki víst að við verðum svona heppin næst.
Líklegt þykir að evrurnar hafi borist til landsins með skemmtiferðaskipi sem lagðist að bryggju við Reykjavík í gærmorgun.
AF VEF EYJUNNAR
Miðvikudagur, 7. september 2011
Næturfrost ?
Laugardagur, 3. september 2011
Og fast þau sóttu berin og sækja enn
Fimmtudagur, 1. september 2011
Já
Eflaust yngsta langalangamma landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 28. ágúst 2011
Íslenska leiðin
"Á Íslandi eru hlutfallslega einn stærsti floti einkabíla í nokkru ríki og hátt hlutfall eyðslufrekra bíla. Ísland er með hæstu meðaltalslosun kotvísýrings nýskráðra bíla af öllum löndum á evrópska efnahagssvæðinu" Fréttablaðið 27. ágúst.
Verjum íslenska hugmyndafræði og íslenskan lífsstíl. Látum ekki blekkjast af straumum og stefnum í öðrum löndum.
Fimmtudagur, 25. ágúst 2011
Sólber og Ribsber
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar