Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Sunnudagur, 8. janúar 2012
Spjaldtölvur í skóla
Við stöndum við dyrnar af rafvæðingu námsbóka. Að öllu jöfnu má búast við að hin mikla spjaltölvueign og snjallsímaeign fari nú að gera eftirleikinn auðveldari. Hvort það verða háskólar, framhaldsskólar eða grunnskólar sem hefja leikinn, er ekki gott að segja.
Ég bendi svo á ágætt blogg um hugmyndir Vogaskóla um að fara að nota rafbækur. http://maurildi.blogspot.com/2012/01/vogaskoli-og-kyndlarnir.html
Sunnudagur, 18. desember 2011
Windows - hljómar það aðlaðandi ?
Maður veltir þvi fyrir sér hvort það sé nokkuð til að auka sölu hjá Nokia að vera með hugbúnað frá Windows. Veldur mér léttum þyngslum vinstra megin í höfðinu að hugsa til þess.
Frelsandi að sjá Google en íþyngjandi að sjá Windows í auglýsingum.
Nýr sími Nokia fær góða dóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. nóvember 2011
Hýsing á neti
Mánudagur, 14. nóvember 2011
Kindle Fire - virkilega svona góður ?
But for Apple, this still spells trouble. The Kindle Fire can handle about 80 percent of what I want to do on an iPad, for 40 percent of the price. And much of what's missing won't be missing for long. Even if you can justify buying one iPad, you may look to the Fire as a second device in your high-tech home. And if you can't justify an iPad this holiday season, you might consider Amazon's alternative.
Sjá nánar umfjöllun um Kindle Fire á http://technolog.msnbc.msn.com/_news/2011/11/14/8790557-kindle-fire-review-yes-its-that-good
Föstudagur, 19. september 2008
Open office
Jæja keypti mér fartölvu um daginn. Auðvitað eina Asus tölvuna til við bótar.
En ég tók annað skref við tölvukaupin þegar ég ákvað að hætta að nota Micrasoft Office hugbúnaðarpakkann, sem ég hef notað allar götur síðan 1990, en ég notaði Word perfect frá 1987-1990. Þess í stað hlóð ég inn ókeypis hugbúnaði sem heitir Open Office, sem er í raun arftaki Star Office ef einhver kannast við hann, og er framleiddur af Sun. Þetta er algjörlega frír hugbúnaður.
Í þessum pakka er að finna eftirtalin forrit:
- Writer - Ritvinnsluforrit
- Calc - Töflureiknir
- Impress - Glæruframsetning
- Draw - Teikniforrit
- Base - Gagnagrunnsforrit
Pakkinn tekur mun minna pláss en Micrasoft Office pakkinn og einfalt mál að hlaða honum niður.
Það er skemmst frá því að segja að þetta er mjög fínn hugbúnaður. Ég hef ekki lent í neinum einustu vandræðum með hann. Tekur niður wordskjöl eins og ekkert sé og aðrir eiga ekki neinum vandræðum með skjöl sem ég sendi þeim. Ég nota svo hugbúnaðinn sem fylgdi Windows vista með tölvupóst og skipuleggjara en það er auðvitað hægt að nota sambærilegt á netinu.
Hér er svo slóðin á frían Open Office pakkann ef einnhver annar vill frjálsari tilveru. http://www.openoffice.org/
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Einföldun væri vel þegin
Lífið er fullt af dásamlegum hlutum og tækifærum... það verð ég nú að segja. Hinsvegar verða hversdagsleg atriði furðu flókin við venjulegan heimilisrekstur. Tölvu- og fjarskiptatæknin er m.a annars að skapa mér ómælda aukavinnu.
Á heimilinu eru fjórar PC vélar, tvær leikjatölvur fyrir sjónvarp og tvær litlar leikjatölvur. Það eru núna fjögur sjónvarpstæki, fjórar starfrænar myndavélar og tvær stafrænar upptökuvélar og ein videóupptökuvél. Það eru 5 gsm símar og tveir ipod-arar.
Ég þarf helst að vera með rafvirkja einu sinni í mánuði að leggja fyrir rafmagnstenglum, þráðlausum sendum og sjónvörpum. Það þarf vírusvarnir og nýja innsetningu á hugbúnaði með hverju tæki. Það eru allir diskar að fyllast af stafrænum myndum og engin myndavél notar sama hugbúnað. Flestir rafmagnstenglar eru með fjöltengli og út um allt svo hægt sé að stinga þar hleðslutæki í samband. Hugsa að hleðslutækin séu ekki færri en 10 í notkun.
Mér er sagt að í framtíðinni munu fjöldamörg tæki fyrr eða síðar renna saman í eitt. Það ætti að verða munur. Ég myndi gjarnan vilja að það væri til tæki sem væri sími, heimilistölva, sjónvarp, myndavél, leikjatölva og gagnageymsla. Helst ætti bara að vera til ein tegund...t.d Samsung eða Sony. Slík einföldun væri vel þegin.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar