Leita í fréttum mbl.is

Tottenham - vann í dag

Um svipað leiti og það varð flott að halda með einhverju ensku liði þá fór ég að halda með Tottenham.  Hef aldrei fundið út hversvegna svo var.  Tengi það lítillega því að mér fannst ekki stórmannlegt að halda með besta liðinu þá og þá stundina.  Stulli minn virðist vera með sömu heilkennin, en hann hélt sem barn lengi með Manchester U. en hætti því snögglega 12 ára gamall og fór að halda með Fullham, sem nánast enginn maður heldur með.

En ég hef verið sannur fylgismaður Tottenham í rúm 20 ár og aldrei hvarflað að mér að halda með öðru.  Er ekki á leiðinni að hætta því þótt ég tapi mér nú engan veginn yfir þessu.  T.d horfi ég næstum aldrei á beinar útsendingar úr enska boltanum...alltof tímafrekt að eiga við það.

Þeir sem halda með Tottenham eru reyndar ótrúlega margir (komst að því þegar ég fékk Internetið) og klúbburinn okkar heldur úti heimasíðu og skipuleggur ferðalög á leiki liðsins.  Heimasíðan er http://www.spurs.is/


mbl.is Keane með tvö mörk og rautt spjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuttmynd

Stulli og vinir hans hafa framleitt sínu fyrstu kvikmynd.  Þeir hafa nú sett hana á Netið svo þeir sem vilja geti notið hennar.   Ef ég skil þetta rétt er komið framhald af myndinni sem einnig verður innan tíðar sett á netið.

Slóðin er á þessum link: The Grandma I: Finding LeifArnar
Þegar síðan opnast er bara að bíða smá og myndin fer að rúlla á hvítatjaldinu.

Endilega lítið á þetta.


Áfram KS

Til hamingju Þórir.  KS á Siglufirði er eitt fárra knattspyrnufélaga í landinu sem ég veit að ekki hefur verið skuldsett upp fyrir haus.   Félagið hefur einnig margan góðan knattspyrnumanninn alið; nærtækasta dæmið er Grétar Rafn Steinsson landsliðsmaður.
mbl.is Þórir ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð fjallagrösin

Merkilegt finnst mér núna 25 - 30 árum síðar að vera alin upp við not á fjallagrösum.   Þegar fjallagrös voru borðuð heima í Dölum fannst mér þau vera gott dæmi um að allt holt væri vont.  Hinsvegar fanst mér gaman að fara á grasafjall með mömmu og systrum mínum.  Reyndar stólaði mamma á suddaveður stundum til að sjá grösin betur.

Núna semsagt mörgum árum seinna nota ég grösin mikið til að róa maga og mýkja háls.  Mér finnst þau meira segja ekki vond lengur.  Lækningamáttur þeirra er talsverður og hollustan ótvíræð.  Læt hér fylgja með slóð: http://www2.ecweb.is/heilsa/baetiefni/?ew_1_cat_id=18106&ew_1_p_id=16936035


Skírður Thorbjorn Micael

Skírn 03Ætlaði nú að vera búinn að koma inn með þennan viðburð í fjölskyldunni fyrr.  En myndavélin mín gleymdist í Reykjavík svo það er nú fyrst sem ég geri þessu skil.

En Sólveig systir kom upp til landsins frá Danmörku nýlega með sinn danska mann og tengdaforeldra.  Synir hennar þeir Ingemar og óskírður voru með í för.  Aðalerindið var að láta skíra þann minnsta.  Til verksins var að sjálfsögðu fengin systir okkar síra Helga Helena sem sér nú um öll prestverk í fjölskyldunni.

Skírnin fór fram í heimahúsi pabba og mömmu á Álftanesinu 3.febrúar sem svo skemmtilega vill til að er einnig afmælisdagur Sólveigar.  Allt fór þetta vel fram og eins og venjulega klikkaði stórfjölskyldan hvorki á því að hafa mikið af góðum mat né að borða vel af honum.  Drengurinn fékk nafnið Thorbjorn Micael Sólveigarson.

Til hamingu Sólveig, Henrik, Ingemar og Thorbjorn


Umferðamiðstöð á hálendinu

Ég er svo draumsýnn að ég hef alltaf séð fyrir mér veg uppá Sprengisand og þar væru vegamót og glæsilega hálendismiðstöð með SS pulsum og allt.  Þaðan væri hægt að aka niður í Skagafjörð, Eyjafjörð, Bárðardal og Jökuldal og þaðan til Egilsstaða.    Með vegagerð yfir Kjöl er þessi framtíðarsýn mín nú ekki alveg að passa.

En auðvitað er ekki hægt að setja sig á móti nýjum og betri Kjalvegi.  Skil samt ekki nauðsyn einkaframkvæmdarinnar.   Má  Vegagerð ríkisins ekki bara búa til veginn og taka fyrir það gjald af þeim sem nota hann ?  


mbl.is Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér fyndist mjög töff...

" Mér fyndist mjög töff ef Íslendingar yrðu eina þjóðin sem keyrði bara um á svörtum bílum.  Lagalega séð ætti þetta að vera hægt.  Nóg væri fyrir Alþingi að setja lög sem bönnuðu innflutning á öðrum en svörtum bílum.  Flestir bílaframleiðendur eiga alla sína bíla í svörtum lit og því ætti þetta ekki að hefta frjálsa för vöru samkvæmt EES-samningnum, en það er þegar allir framleiðiendur eiga jafnmikla möguleika á markaðnum.  Þetta er samt á gráu svæði varðandi samkeppni. "

Bergur Ebbi Benediktsson DV  Föstudaginn 26. janúar.


Efri árin mín eru framundan

Undanfarin ár hafa aldraðir á Íslandi hótað því að stofna stjórnmálaflokk til að koma sínum málum betur í umræðuna.  Allir stjórnmálaflokkar hér á Fróni telja að slíkur flokkur munu ekki ná neinu fram.    En nú er komið að því að aldraðir standa við orð sín.   Sú kynslóð sem nú er komin á sín efri ár er ekki jafn kröfulausir þyggjendur og fyrir 10 - 15 árum þegar mátti bjóða þeim elstu hvað sem var.  Þetta er að stærri hluta en áður fólk sem lítur á það sem skýlausan rétt sinn að fá að njóta efri ára sinna í stað þess að setjast hljóðir hjá eftir að atvinnuþátttöku lýkur.

Þetta fullorðna fólk sem nú leggur í stjórnmálabaráttu til þess að bæta kjör sín og stöðu er einnig að gera það fyrir okkur; alla þá sem seinna verða aldraðir.  Því höfðar þetta framboð sannarlega til allra landsmanna, án tillits til aldurs.

Ég óska þeim gæfu og góðs gengis.

 


Klikk, klikk ...klikkaðir foreldrar

Nú nýlega komst upp um foreldra sem höfðu læst stúlkubarn sitt tvö ár inni í herbergi.  Af einhverjum ástæðum byrjaði þetta sem refsing sem hélt svo áfram dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár.  Þegar stúlkan fór að heyra raddir í skelfilegri einangrun sinni og farið var með hana á sjúkrahús, komst upp um foreldrana.

Það er ljóst að eitthvað hefur brunnið yfir og skammhlaup orðið í uppeldisaðferðum foreldranna.  Einhverskonar kerfisbilun, sem leiddi til þess að þeir "klikkuðu" og fóru að breyta rangt.   Það sem veldur manni nú samt mestum ugg er að þessar "bilanir" virðast færast í vöxt.   Maður heyrir nú reglulega furðulegar sögur af börnum sem hafa alist upp við hin undarlegustu aðstæður.

Hvað þarf eiginlega til þess að maður "klikki" svona rosalega ?  Það reyndar fylgir yfirleitt aldrei sögunni...hæsta lagi að viðkomandi hafi ekki verið heill á geði.   En mér virðist sem fólk sé bara í miklu meiri mæli að "klikka" eða "snappa" með herfilegum afleiðingum.


mbl.is Stúlka lokuð inni í herbergi í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrefamælir

Um jólin fékk ég skrefamæli í jólagjöf frá Guggu.  Þetta er einfallt tæki sem telur skref útfrá hreyfingu mjaðma.  Ekki kannski það nákvæmasta í heiminum, en gerir sitt gagn.  Það er nefnilega hægt að mæla hlutfallslega ýmsa hreyfingu með þessum litla mæli.

T.d er ljóst að ég fæ 30 - 50 % af allri minni hreyfingu á klukkutíma útburði Fréttablaðsins á morgnana.  Ef ég er rólegur í tíðinni einhvern helgidaginn og sit við lestur eða í tölvu er hreyfingin allan dagin eins og hálftími í göngu !  Þá kemur einnig í ljós að heimilisstörf eins og tiltekt eða vinna í eldhúsi eru ótrúlega skrefadrjúg.  Þá telur það mikið að labba í og frá vinnu eða fara gangandi í búiðir eða heimsóknir.

Eftir þessa mælingar á skrefum veit ég furðu miklu meira um hreyfihefðir mínar.  Og ltili skrefamælirinn minn virkar stöðugt hvetjandi á mig til enn meiri hreyfingar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband