Miðvikudagur, 25. apríl 2007
BUGL rugl
í dag eru 170 ungmenni sem bíða eftir þjónustu á BUGL. Vegna álags og starfsmannaskorts er jafnvel bið á viðbrögðum vegna neyðartilvika. Foreldrar/forráðamenn þurfa í þeim tilvikum að vaka yfir börnum sínum svo þau grípi ekki til óyndisúrræða.
Það versta í þessari stöðu er að hún rænir svo marga voninni.
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
BUGL
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans annar ekki þörf á sínu sviði. Börn og unglingar hafa með aðstandendum þurft að bíða lengi, stundum talið í árum, eftir meðferð. Bráðtilfelli fá forgang, þ.e þegar svo illt er í efni að hætta stafar af. Ef barni t.d mistekst að taka líf sitt, þá fær það inni á BUGL....en ekki á meðan vandi þess var minni.
Þessi bága staða barna og unglinga með geðraskanir heldur velli árum saman þótt rækilega sé á stöðuna minnt í ræðu, riti og í sjónvarpi. Aðstandendur, læknar og fjölmiðlafólk reynir hvað eftir annað að koma málum á hreyfingu og fá ríkisvaldið til að bæta stöðu þessa þjáða fólks.
Efitt að skilja þetta í landi þar sem smjör drýpur af hverju strái.
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Karíus og Baktus
Amma Birna bauð yngstu barnabörnum sínum í leikhús í dag. Var farið á leikritið Karíus og Baktus sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Rikki fór með mömmu sinni, afa Stulla (amma Birna var veik) og Sillu langömmu ásamt Daníel frænda og Siggur frænku. Allir skemmtu sér hið besta.
Annars er að verða nokkuð vorlegt og garðurinn farinn að hrópa á hreinsunar- og standsetningarverk.
Laugardagur, 21. apríl 2007
Myndir úr gönguferðinni
Búinn að setja inn tíu myndur úr gönguferðinni á Ingólfsfjall sem nokkrir starfsmenn Vallaskóla fóru síðasta vetrardag. Því miður varð myndavélin rafmagnslaus á fjallinu og þrátt fyrir talsverðar birgðir af rafhlöðum tókst mér ekki að koma henni af stað aftur. Kaupi bara Duracell héðan í frá !
Slóðin á albúmið er: http://loi.blog.is/album/GonguferdstarfsmVallaskola/
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Káta fundin
Nú rétt áðan fannst Káta loksins eftir talsverða leit um Ölfus, Grafning og Ingólfsfjall í morgun. Hún hafði ekki farið langt; var á brúninni þar sem hópurinn hafði farið niður. Hún er mjög sárfætt og nokkuð þreytt eftir nótt á fjallinu en að öðru leiti amar ekkert að henni.
Við vissum það fyrir að hún hefur óttast hljóðin í jarðýtu sem vinnur í fjallinu. Trúlega hefur hún fælst til baka upp fjallið þegar jarðýtan fór niður af fjallinu í lok vinnudags í gær um svipað leiti og hóurinn fór niður. Ýtan fór svo aftur upp snemma í morgun og var að vinna í fjallinu. Trúlega hefur hún ekki hætt sér niður vegna þess.
Miðvikudagur, 18. apríl 2007
Ingólfsfjall og Káta
Ég er nýkominn úr fjallgöngu á Ingólfsfjall með starfsfélögum úr Vallaskóla. Alls 30 manns. Fórum að stað um kl. 18.00 og vorum komin niður uppúr kl. 20.00. Sól, heiðskýrt og fallegt veður, vísu nokkuð napurt á fjallinu sjálfu. Ferðin var hin besta líkamsrækt og skemmtun og bauð stjórn starfsmannafélagsins uppá veitingar bæði uppi á fjallinu og niðri í lok göngunnar.
Það hinsvegar skyggir á ferðina að á niðurleið, hvarf frá mér hundurinn; hún Káta. Sást síðast til hennar á niðurleið í miðju fjalli. Hvernig sem leitað var og kallað í allar áttir með fjallinu og víðar fengum við ekkert svar. Hundurinn barasta hvarf.
Svo nú er sorg á Víðvöllunum...höldum leitinni áfram í fyrramálið.
Og takk fyrir veturinn....hann er víst að verða búinn.
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Eflum hjólreiðar
![]() |
Kona föst í gjótu í brimgarðinum við Ánanaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 16. apríl 2007
"Zone" eða svæði sem valda truflun á heilastarfssemi.
Ég var á fundi fyrr í kvöld þar sem einn fundargesta kom með þá tilgátu að ákveðnum "zone" eða svæði væru til þar sem svo mikil truflun á heilastarfsemi ætti sér stað að viðkomandi breyttu hegðun sinni gjörsamlega. Þessu til staðfestingar benti hann á ákveðið svæði á Engjaveginum fyrir framan Vallaskóla. Fólk væri með alla heilastarfssemi í lagi þar til þeir kæmu inn á ákveðið svæði en þá skyndilega bilaði öll skynsemishugsun. T.d stoppi fólk bíla sína á miðri gangbraut og "hendi" þar út börnum, eða börn fari einhversstaðar yfir götuna á milli bíla allstaðar annarstaðar en á gangbraut. Þegar bæði fullorðnir og börn væru komin út af svæðinu þá væri heili þess farinn að virka eðlilega og allir snúa sér að verkefni dagsins.
Undirritaður er samfærður um að þessi kenning er rétt og telur slík svæði allmörg á Selfossi. Sem dæmi má nefna Nóatún á álagstímum. Fólk gengur glatt í bragði inn í verslunina, en fljótlega fer heilinn að snappa og fólk getur átt það á hættu að hreinlega sturlast þar; kaupir eins og lífið eigi að leysa, fólk og rífst, troppast og skammast yfir röðum, verðlagi eða starfsfólki. En um leið og viðkomandi er kominn út þá hrekkur heilastarfssemin í lag aftur og við tekur sama gamla viðmótið. Annað slíkt "zone" eða svæði er í kringum Esso bensínstöðina. Þar fer fólk skyndilega í þann gírinn að það hefur skyndilega gleymt öllum umferðareglum; ekur þvers og kruss, bakkar og leggur bílum þannig að engin heilbrigð skynsemi er sjáanleg. En um leið og af svæðinu er komið hrekkur aksturslagið aftur í rétta gírinn.
Held að væri skynsamlegt að kortleggja þessi svæði og hefja myndbandsupptökur af þeim til að sanna kenninguna. Hver vill vera memm ?
Sunnudagur, 15. apríl 2007
Ég er þá eins og flestir...
Ég verð að segja að mér stórlétti þegar ég sat og horfið á sjónvarpfréttir á Rúv nú í kvöld. Þar var birt niðurstaða úr könnun þar sem afstaða fólks til þess að takmarka aðflutt vinnuafl til landsins hafði verið skoðuð. Samkvæmt fréttinni telja um 60% Íslendinga rétt að takmarka eitthvað streymi innflytjenda. Úff mikið var ég feginn að sjá þessar niðurstöður !
Ástæðan er sú að ég hef verið að fylgjast með pólitískum umræðum í sjónvarpi og blöðum og þar hafa allir frambjóðendur í Sjáfstæðisflokki, Framskóknarflokki, Samfylkingu og Vinstri grænum verið 100 % sammála um að vera á móti afstöðu Frjálslyndaflokksins í þessum málum. Þar sem mér hefur fundist innflytendaumræða Frjálslyndaflokksins mikilvæg og góð hefur mér liðið eins og dæmdum rasista undir viðbrögðum hinna flokkanna. Vart þorað að minnast á við mína nánustu að mér finnist ekki skyndilegur fjöldi innflytenda vandamálalaus. Heldur þvert á móti þá hafi ég bara talsverðar áhyggjur af þessari skyndilegri og stjórnlausu þróun.
En nú er semsagt bara komið í ljós að 60 % Íslendinga eru bara á svipaðri skoðun og ekki bara það heldur er meirihluti fólks í öllum flokkum nema Samfylkingu á þessari skoðun. Um 70 % framsóknarmanna eru á þessari skoðun, svo dæmi sé nefnt.
Ég er þá eins og flestir aðir Íslendingar hvað þetta varðar þegar allt kemur til alls.
Laugardagur, 14. apríl 2007
Rikkablogg
Þá er Rikki orðinn bloggari. Upphaf þess er að Begga frænka hans gaf honum starfræna myndvél, sem hún var hætt að nota. Rikki tekur nú myndavélina með sér hvert sem hann fer og tekur myndir. Því var tilvalið að nota vefinn til að koma þeim á famfæri og geyma myndirnar.
Nú eru hans fyrstu myndir og fyrsta blogg semsagt komið í loftið. Endilega lítið inn til hans.
Slóðin er www.rikki.blog.is
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar