Mánudagur, 20. október 2008
Bloggleti
Ekki hef ég verið duglegur að blogga undanfarið. Ekki vantar efni ef marka má lætin í þjóðfélaginu. En ég hef eiginlega ákveðið að vera ekki mikið að velta mér uppúr kreppufréttum.
Á laugardaginn var gerðist sá merkisatburður að rafmagnsorgelið hennar Guggu var gefið og flutt af heimilinu. Þessi ágæti og vandaði gripur, sem var fermingargjöfin hennar Guggu hefur fylgt okkur alla okkar búskapartíð í 24 ár. Á öllum okkar heimilum hefur orgelið staðið einhversstaðar. Verið á Hvolsvelli, Reykhólum, Reykjavík, Laugum, Siglufirði og á Selfossi. Það á bara eftir að komast á Austfirði.
Í stað orgelsins er komið rafmagns-hljómborð (ábyggilega 4 sinnum minna og léttara). Rikki stundar nú sínar píanóæfingar á það.
Föstudagur, 17. október 2008
Geta ekki allir notað Byr ?
![]() |
Starfsemi útgerðarfyrirtækja í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. október 2008
Fjármagnskostnaður - samkeppni
Atlantsolía lækkar eldsneytisverð verulega og ef önnur olíufélög gera það ekki líka á sama hátt er hugsanlega loksins komin einhver samkeppni.
Olíufélögin hafa sagt aukinn fjármagnskostnað vera helsta áhrifaþátt þess að þau hafa aukið sína eigin álagningu síðstu misserin. Mér hefur hinsvegar alltaf fundist afar dularfullt að þau ættu við nokkurn veginn sama fjármagnskostnaðarvanda að eiga; allavega hafa þau verið samstiga í því að taka meira til sín af álagningunni. Líka Atlantsolía.
En kannski stendur Atlantsolía betur en hin olíufélögin. Sjáum til.....kæmi þó ekki á óvart að á morgun væru öll ennþá með svipað verð.
![]() |
Atlantsolía lækkar eldsneytisverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 12. október 2008
Kornrækt
Þegar Íslendingar í dag tala um korrækt þá eru þeir að tala um ræktun á byggi því ekki þrífst með góðum hætti nein önnur korntegund á Íslandi. Korn er nú ræktað í öllum landshlutum, þó mest sunnanlands. Bændur sem rækta korn eru nú um 600 talsins. Flestir rækta það til þess að nota sem kjarnfóður handa búsmala sínum en kornrækt til manneldis fer stöðugt vaxandi.
Þessi farsæla kornrækt sem við erum nú orðin vitni að hér á fróni ætti aldeilis að koma að góðum notum í "bankakreppunni" og sýna hversu mikilvægt er að hafa innlendan landbúnað, þegar ekki er auðvelt að nota "íslenska krónu" í millilandaviðskiptum.
Fimmtudagur, 9. október 2008
Mjög skynsamleg tillaga
Þessi tillaga er mjög skynsamleg hjá honum Birki. Með þessari tillögu losna stjórnmálaflokkarnir við að etja kappi innbyrðist, sundrast og jafnvel klofna. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og jafnvel Samfylkingin eru klofin í afstöðunni. En með því að setja þetta í þjóðaratkvæði yrðu allir flokkar að lúta niðurstöðu, hver sem hún yrði.
Þetta verður tvísýn kosning og spennandi.
Til hamingju með þetta Birkir !
![]() |
Vill þjóðaratkvæði um ESB-umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. október 2008
Áfram Selfoss
![]() |
Þrjú lið upp um deild? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. október 2008
Blessuð drulluveðráttan
Það er að koma aftur rigning. Það verða að teljast góðar fréttir fyrir þjóðarbúið, því úrkoman viðheldur orkuframleiðslu landsins. Nú er verið að safna í öll miðlunarlón eins miklu vatni og þau taka svo hægt sé síðar að keyra rafmagnsorkuverin, þótt langvarandi þurkar séu. Semsagt til þess að framleiða raforku til langframa þarf mikla úrkomu; bæði í föstu og fljótandi formi.
Mér skilst að það taki um það bil þrjá mánuði að auka eða draga úr framleiðslu rafmagns í kjarnorkuverum, meðan það tekur enga stund í vatnsaflsorkuverum. Olíu- og kolaorkuver eiga ekki í þessum erfiðleikum en menga þess í stað einhver ósköp.
Já blessaðir jöklarnir með allar sínar jökulár, blessuð kalsarigningin og blessuð slyddan. Blessuð sé komandi drulluveðrátta og megi hún verða sem blautust.
(Mynd fengin af vef Orkustofnunar)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. október 2008
Snjóar beint á laufguð tré
Ég man bara eftir þvi að hafa upplifað það tvisvar áður að snjór falli beint á laufguð tré. Þetta gerðist einu sinni meðan ég var við nám í Reykjavík og svo aftur á Siglufirði. Það er svo sem ekkert að marka því lengst af uppvexti mínum var ég alls ekkert nálægt trjám, svo trúlega gerist þetta með relgulegu millibili. En samt er þetta sérstakt að sjá græn tré undir snjófargi.
Þriðjudagur, 30. september 2008
Miklu betra veður
Í dag hefur verið miklu betra veður en undanfarna daga. Hér sunnan heiða skín sólin lítilega og það er ekki rigning. Fuglarnir eru á fullu í garðinum að borða síðustu berin af trjánum.
Á morgun kemur miðvikudagur og ef ég lít í kringum mig sýnist mér allt vera á svipuðum slóðum og það hefur verið undanfarið.
Gengið hefur víst lækkað...(ef það er nú ekki frétt ) en tilveran er samt söm við sig.
![]() |
Gengi krónunnar lækkar um 4,11% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. september 2008
Einelti drepur
Fyrir nokkrum árum fór Stefán Karl leikari um landið og hélt marga góða fundi með foreldrum og börnum í landinu. Í framhaldinu voru Samtökin Regnbogabörn stofnuð. Á þessum fundum heyrði ég í fyrsta skipti orðasamsetninguna "Einelti drepur".
Þessi orð hafa oft verið notuð í eineltisumræðunni bæði um andlegan dauða og líkamlegan dauða (þá oftast sjálfsvíg). Hér í þessari frétt fá þessi orð; "einelti drepur" enn eina víddina.
Þolendur eineltis geta upplifað "helvíti á jörð", svo ógurlegur og niðurbrjótandi er sársaukinn. Þetta á við þolendur á öllum aldri. Upplifunin getur verið sú að manneskjan í nánasta umhverfi bregðist siðferðislegri skyldu sinni, þar sem hún aðhefst annaðhvort ekkert til að stöðva eineltið eða tekur þátt í því. Upplifunin er að vera einn og að fólk almennt sé til alls líklegt og því sé ekki treystandi. Margt að því er beinlínis vont fólk og fær stuðning hinna í atferlinu. Og oftast er þessi upplifun, því miður, að alltof miklu leiti byggð á raunverulegum aðstæðum.
Matti Juhani Saari varð fyrir einelti og hefur hugsanlega upplifað "helvíti á jörðu". Upplifað mannvonskuna inn að innsta beini og í kjölfarið gripið til vopna. Það var komið að honum að lsnúa dæminu við og láta aðra finna fyrir "helvíti á jörðuj".
Ég man ekki til þess að hafa lesið um svona ódæði sem tengist beint einelti. Það er hinsvegar virkilega óhuganleg tilhugsun ef aðrir ungir þolendur eineltis sjá aðferð Matta, í framhaldinu, sem eftirsókna leið. í sínum sársauka.
![]() |
Ódæðismaðurinn hringdi í vin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 206529
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar