Leita í fréttum mbl.is

Meira af gamla tímanum

Jæja þá er ég búinn að skanna um það bil tæplega 70 myndir til viðbótar og setja inn á Flickr síðuna mína.  Það er linkur hér til hliðar þar sem stendur "Flickr síðan mín".  Svo er hægt að smella hér til að fara þangað beint.  http://www.flickr.com/photos/guggaogloi/    Aðallega er að ræða myndir frá 1996 en þá fór fjölskyldan í miklar reisu um Ísland, Danmörk og Noreg.  Þá nokkrar myndir frá fjallgöngu í Héðinsfjörð árið 2000 og að lokum myndir frá fyrstu sólarlandaferð fjölskyldunnar 2002.

Danmörk 96 

Myndin sem fylgir er afar skemmtileg. Hún er tekin stutt frá heimili Fríðu og Sigurgeirs í nágrenni Árhúsa 1996.  Endurnar eiga athygli allra. 

Smellið á myndina til að stækka hana.  Tvísmellið til fá hana í fulla stærð. 


Af hverju borðum við heitan mat ?

Ég velti þvi stundum fyrir mér afhverju við leggjum svo mikla áherslu á að borða heitar máltíðir. Er það hollara ? Varla. Er það bragðbetra ? Í einhverjum tilvikum já. Er það ódýrara ? Varla. Er það einfaldara ? Varla. Þetta er allavega rosalega rík hefð.

Sólarströnd

Af SólarströndÁrið 1996 fór fjölskyldan í heimsókn til Danmerkur og dvaldi m.a. hjá Fríðu og Sigurgeir. Einn góðviðrisdaginn drifu fjölskyldunar sig á sólarströnd skammt frá Arhús. Börnin skemmtu sér hið besta.

Armbeyjur

Það má segja að eitt og annað dúkki upp þegar farið er yfir myndefni.  Kannski hefur fjölskyldan gaman að þessu myndbandi.  Mér finnst það persónulega skondið og svo er strákurinn svo nauðalíkur Rikka.

Hvert leiðir Netið okkur ?

Samfélagssíður eins og Facebook gætu verið að breyta heilanum á okkur. Þetta segir ný rannsókn sem birt var í fræðiritinu „Proceedings of the Royal Society B Biological Sciences“ en litið var á þrívíddar myndir af heilum 125 háskólanema í London.

Rannsóknin sýnir það svart á hvítu að tengsl eru á milli stærðar ákveðna hluta heilans og vinafjöldans á Facebook. Það liggur þó ekki fyrir hvort að Facebook stækki heilann á fólki, eða hvort að fólk sem á auðveldara með að eignast vini og eigi því marga félaga, en heilastöðvarnar tengjast félagslyndi, minni og einhverfu.Taugavefurinn er því stærri hjá þeim sem eiga marga Facebook vini. „Það sem er mest spennandi núna er hvort þessir taugavefir breytist og þróist með tímanum.

Þessi uppgötvun mun aðstoða okkur í því að rannsaka það hvort internetið geti breytt heilanum,“ segir Dr. Ryota Kanai, einn af þeim sem framkvæmdi rannsóknina hjá University College Dublin.

Tekið af vef DV 20.10.11 sem vitnar í frétt BBC


Skrýtið að lesa þetta

Já maður gleymir stundum hversu mikill munur er á uppeldisvenjum milli þjóða, jafnvel vestrænna þjóða.

Í ljósi hefða á Íslandi er hreinlega skrýtið að lesa þetta.


mbl.is Vilja banna löðrunga í Wales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta ferðin

Fyrsta ferðin Fyrsta fjölskylduferðin var farin í tilefni 50 ára afmælis mömmu.  Ferðin var og í boði hennar.  Áfangastaður var Grímsey.  Þótt fjölskylduferðir hafi verið uppfrá því fastur liður á hverju ári og farið víða; fleiri eyjar og jafnvel erlendis, verður að segjast að fyrsta ferðin var hvað eftirminnilegust.

Þessi mynd er frá siglingunni út í Grímsey.  Anna hlýjar sér í höndum afa síns og Keli, Birna og Kristín eru hvert og eitt í sínum heimi.

Það hefur alltaf vafist fyrir okkur Guggu afhverju Keli spennir svona greipar.  Við urðum hinsvegar enn meira undrandi þegar við uppgvötuðum að hann spennir svona greipar á tveimur öðrum myndum í albúminu sem ég er nú að skanna inn.   Hafi einhver sagt þegar myndin kom úr framköllun " ja hérna minn...hann Keli verður áreiðanlega prestur"  þá er þó orðið ljóst núna að á því hefur hann alls engan áhuga. 


1996 ár ferðalaga og breytinga

img197Hef opnað nýtt myndaalbúm og skemmti mér konunglega við að rifja upp minningar.  Nú er það sumarið 1996, sem var ansi, ansi viðburðarríkt sumar hjá fjölskyldunni.  Hún fór í fyrsta fjölskylduferðalagið þegar mamma bauð öllum í Grímsey í afmælisveislu.  Svo fór hún frá Grímsey með Norrænu í 4 vikur til Danmerkur og Noregs.  Rétt komin heim úr því ferðalagi flutti fjölskyldan frá Laugum í Siglufjörð.

Myndin sem hér fylgir er tekin í Grímsey í júní 1996.  Eins og sjá má eru flestir varðir Kríuárásum.  Stulli lætur það þó ógert enda hafði hann ekki enn orðið fyrir árás, hún kom stuttu seinna.  Sigga systir horfir dreyminn út í buskann. 

Smellið tvisvar á myndina til að fá fulla stærð. 


Útsýni

Ég hef velt því nokkuð fyrir mér hvort það skipti máli fyrir heilsu sálarinnar að hafa gott útsýni frá heimili sínu. Nú er útsýni afar mismunandi; alveg frá því að vera mikið og fallegt yfir í það að vera ekki annað en næsti garður og gata. Það er samt ekki þannig að allir sækist eftir útsýni en þó ljóst að margir gera það og flestir hafa ekkert á móti því. T.d. er ljóst að húsnæði með fallegu útsýni er eftirsóknarverðara en annað húsnæði. Slíkt má greinilega lesa út úr fasteignaviðskiptum.

Nú hef ég heyrt fullyrðingar fólks eins og; að gott útsýni auki orku, að það að búa við fallegt úsýni gefi fólki meiri ró og að fallegt útsýni fái fólk til að fara meira út. Ég hef líka heyrt að gott útsýni sé lúms tímaeyðsla sem enginn hafi grætt neitt á.

Húsið mitt á Siglufirði hafði stórkostlegt útsýni yfir tjörn og inn í fjörð. Á veturnar í mánaskini var þetta nánast ævintýralegt. Á Reykhólum er einnig dásamlegt útsýni og úr íbúðinni, sem við bjuggum í, ... var það stórkostlegt; Breiðafjörðurinn með allt sitt ljósaumrót, vetur jafnt sem sumar. Svo hér í Búðardal er furðu fallegt og gott útsýni, eitthvað sem hefur alveg farið framhjá mér í æsku. Sérstaklega eru alveg magnað samspil sólar og þoku á Hvammsfirðinum og endalaus litatilbrigði sólseturs.

Mér finnst gott útsýni gera mig þægilega latan og áhugalausan. Bara staður og stund. Endurtekið efni en aldrei eins. Kannski þögn eða kannski fugl.

Kaffi.


Æ nei

Vonandi verður Yahoo ekki sameinað Microsoft. Kínverjar hljómar skárri kostur í mín eyru.

Ég elska Flickr myndavefinn, sem er partur af Yahoo, og mundi helst vilja eiga vefinn sjálfur.


mbl.is Yahoo leiðir hækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 205919

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband