Mánudagur, 4. október 2010
Kaupmannahöfn - Búðardalur
Fimmtudagur, 30. september 2010
Fróðlegt
Námsferðin gengur vel hjá okkur skólastjórunum. Í dag lukum við skólaheimsóknum í Svíþjóð og höldum snemma í fyrramálið yfir til Kaupmannahafnar og heimsækjum þar skóla.
Er nú búinn að heimsækja þrár borgir hér á Skáni; Malmö, Lund og Kristianstad. Skánn er flatur en sérlega fagur í haustbúningnum.
Þriðjudagur, 28. september 2010
Nýp á Skarðsströnd
Þegar ég var lítill og ók með mömmu og pabba Skarðsströndina fórum við framhjá "draugahúsinu" á Nýp. Aldrei man ég eftir öðru en að húsið hafi staðið autt og aldrei datt mér í hug að þar ætti eftir að verða stofnsett fræðslusetur.
En svo gerðist það uppúr aldamótunum að fólk, sem eignaðist staðinn, hefur ekki bara gert upp íbúðarhúsið, heldur einnig gert staðinn að listasetri. Á vefsíðunni www.nyp.is má finna bæði upplýsingar um staðinn og dagskrá lista- og fræðslusetursins.
"Nýp á Skarðsströnd stendur við Breiðafjörð gegnt Reykhólum og er í Dalasýslu. Að Nýp er unnið að uppbyggingu lista- og fræðaseturs. Nú þegar er vísir að aðstöðu fyrir stofutónleika, smærri málþing og fyrirlestra auk aðstöðu fyrir verklegar smiðjur á sviði myndlistar, hönnunar og handverks. Leirbrennsluofn sem reistur var sumarið 2006, stendur ofan við bæjarhúsið að Nýp, en ofninn er vel fallinn til leir- og glerungabrennsl".
Þetta er alveg frábært framtak eigenda staðarins.
Fimmtudagur, 23. september 2010
Ungmennabúðirnar á Laugum í Sælingsdal
Sá mikli fjöldi nemenda sem kemur í Ungmennabúðirnar að Laugum í Sælingsdal veldur því að fáir staðir í Dölum koma upp með jafnmikið af ljósmyndum og myndböndum eftir Google leit á Netinu. Krakkarnir eru duglegir að taka myndir og skella þeim í loftið og eru óafmeðvitað afskaplega dugleg að koma staðnum á framfæri á heimsvísu. Flestar myndirnar endurspegla kátinu og skemmtun. Eiginlega skemmtilega sjálfbært markaðsátak
Hér fylgir eitt myndband af youtube.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. september 2010
Loksins ... Svíþjóð
Ég ætla að heimsækja Svíþjóð eftir rúma viku. Fer með Skólastjórafélagi Vesturlands þann 28. september og ætlar félagið að kynna sér skólamál á Skáni. Við verðum í Malmö í þrjár nætur með tveggja nátta viðkomu í Kaupmannahöfn til og frá flugvellinum. Heimsækjum skóla í Malmö og í Lundi. Ég hef þegar farið þrjár náms- og kynnisferðir til Danmerkur, eina til Hollands, eina til Finnlands og eina til Englands... svo það var kominn tími á Svíþjóð.
Miðvikudagur, 15. september 2010
Ætlar þú að halda dagbók ?
Það eru margir staðir á Netinu þar sem hægt er að blogga eða koma reglulega frá sér fréttum og dagbókarfærslum, sem aðrir sjá. Það er svona dægursveiflan í dag...að vera sýnilegur á Netinu. Það er minna um það að boðið sé uppá dagbókarform sem er lokað og ekki ætlað öðrum.
Vefurinn www.penzu.com býður upp á dagbók af "gamla skólanum" og leggur mikla áherslu á öryggi og notarlegt umhverfi við dagbókarskrif. Vefurinn er þægilegur í viðmóti og líkist talsvert venjulegri bók úr pappír. Það kostar ekkert að halda þar dagbók, en maður getur keypt sér viðbætur við hana, kjósi maður svo.
Dagbækur af "gamla skólanum" eru gjarnan sagðar á undanhaldi, en er það víst ? Talsvert framboð er á slíkum bókum á Netinu og það er klárlega vegna þess að eftirspurn er mikil eftir þeim. Fólki finnst gott og uppbyggjandi að spjalla við dagbókina sína um allt sem því liggur á hjarta - því það veit fyrir víst að dagbókin kjaftar ekki frá.
Sunnudagur, 12. september 2010
Hrútaber í Búðardal
Ég varð ekki lítið hissa þegar ég gekk fram á vænan flekk af Hrútaberjalyngi við einn gangstíginn hér í Búðardal. Lyngið (ef þetta er þá lyng) var fullt af þessum líka fallegu berjum.
Ég man mjög vel þegar ég sá Hrútaber í fyrsta sinn. Það var í hlíðinni beint fyrir ofan veiðihúsið í Hvolsdalnum. Smá lyng og með einu beri.
Föstudagur, 10. september 2010
Boð á þjóðfund
Mér til mikillar undrunar og gleði lenti ég í úrtaki og hef verið boðaður á þjóðfund með 999 öðrum fulltrúum, til að ræða breytingar á stjórnarskrá. Reyndar er hluti textans feitletraður, þ.e. sá hluti textans í bréfinu sem skýrir frá því að það kunni að vera að haft verði samband við mig .
Ég er semsagt bara varamaður.
Miðvikudagur, 8. september 2010
Snjóskaflar frá landnámsöld eru að hverfa
Í Dölum og reyndar eflaust víðar eru snjóskaflar nánast allir að hverfa. Snjóskaflar sem maður var vanur að hafa fyrir augunum í æsku allt sumarið og prýddu fjöll eru fyrir nokkrum vikum nær allir horfnir. Langvarandi hlýindi ár eftir ár hefur að lokum eytt þessum sköflum. Sumir þessara skafla hafa hugsanlega ekki bráðnað alveg á fjöllum uppi öldum saman. Leiða má líkum að því að þeir hafi jafnvel verið á til staðar á landsnámsöld.
Fækkun skafla á fjöllum uppi og í giljum hefur þau leiðu áhrif að minna er í ám en í venjulegu árferði og hefur þar með áhrif á fiskgengd og veiði.
Mánudagur, 6. september 2010
Ískápur úr flugvél
![]() |
Sellóleikari ELO lést er hann varð fyrir heyrúllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar