Þriðjudagur, 30. september 2008
Miklu betra veður
Í dag hefur verið miklu betra veður en undanfarna daga. Hér sunnan heiða skín sólin lítilega og það er ekki rigning. Fuglarnir eru á fullu í garðinum að borða síðustu berin af trjánum.
Á morgun kemur miðvikudagur og ef ég lít í kringum mig sýnist mér allt vera á svipuðum slóðum og það hefur verið undanfarið.
Gengið hefur víst lækkað...(ef það er nú ekki frétt ) en tilveran er samt söm við sig.
![]() |
Gengi krónunnar lækkar um 4,11% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. september 2008
Einelti drepur
Fyrir nokkrum árum fór Stefán Karl leikari um landið og hélt marga góða fundi með foreldrum og börnum í landinu. Í framhaldinu voru Samtökin Regnbogabörn stofnuð. Á þessum fundum heyrði ég í fyrsta skipti orðasamsetninguna "Einelti drepur".
Þessi orð hafa oft verið notuð í eineltisumræðunni bæði um andlegan dauða og líkamlegan dauða (þá oftast sjálfsvíg). Hér í þessari frétt fá þessi orð; "einelti drepur" enn eina víddina.
Þolendur eineltis geta upplifað "helvíti á jörð", svo ógurlegur og niðurbrjótandi er sársaukinn. Þetta á við þolendur á öllum aldri. Upplifunin getur verið sú að manneskjan í nánasta umhverfi bregðist siðferðislegri skyldu sinni, þar sem hún aðhefst annaðhvort ekkert til að stöðva eineltið eða tekur þátt í því. Upplifunin er að vera einn og að fólk almennt sé til alls líklegt og því sé ekki treystandi. Margt að því er beinlínis vont fólk og fær stuðning hinna í atferlinu. Og oftast er þessi upplifun, því miður, að alltof miklu leiti byggð á raunverulegum aðstæðum.
Matti Juhani Saari varð fyrir einelti og hefur hugsanlega upplifað "helvíti á jörðu". Upplifað mannvonskuna inn að innsta beini og í kjölfarið gripið til vopna. Það var komið að honum að lsnúa dæminu við og láta aðra finna fyrir "helvíti á jörðuj".
Ég man ekki til þess að hafa lesið um svona ódæði sem tengist beint einelti. Það er hinsvegar virkilega óhuganleg tilhugsun ef aðrir ungir þolendur eineltis sjá aðferð Matta, í framhaldinu, sem eftirsókna leið. í sínum sársauka.
![]() |
Ódæðismaðurinn hringdi í vin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. september 2008
Hvar er fallega haustið ?
Ef heldur áfram sem horfir er þetta annað haustið í röð og annað sumarið í röð þar sem ber á meira staðviðri en við erum vön. Tvö undanfarin sumur hafa verið sólrík, heit nánast upp á hvern einasta dag frá miðjum júní til 20. ágúst. Svo í fyrra var rigningasamt með einsdæmum allt haustið...og í það virðist stefna nú.
Ég veit ekki hvort mér líkar þessi umskipti. Vissulega er gott að hafa sumrin svona sólrík og hlý og án mikillar bleytu en haustin er einnig skemmtilegur tími og fallegur. Það styttir ekki upp til að njóta haustlita, gönguferða eða útiveru yfir höfuð. Hvar er fallega haustið ??
En þessi lýsing á fyrst og fremst við Suður- og Vesturlandið. Norðanheiða er öðruvísi farið. Í fyrra var yndislegt haustveður (eins og myndin sýnir) meðan rigndi sunnan heiða.
Föstudagur, 19. september 2008
Open office
Jæja keypti mér fartölvu um daginn. Auðvitað eina Asus tölvuna til við bótar.
En ég tók annað skref við tölvukaupin þegar ég ákvað að hætta að nota Micrasoft Office hugbúnaðarpakkann, sem ég hef notað allar götur síðan 1990, en ég notaði Word perfect frá 1987-1990. Þess í stað hlóð ég inn ókeypis hugbúnaði sem heitir Open Office, sem er í raun arftaki Star Office ef einhver kannast við hann, og er framleiddur af Sun. Þetta er algjörlega frír hugbúnaður.
Í þessum pakka er að finna eftirtalin forrit:
- Writer - Ritvinnsluforrit
- Calc - Töflureiknir
- Impress - Glæruframsetning
- Draw - Teikniforrit
- Base - Gagnagrunnsforrit
Pakkinn tekur mun minna pláss en Micrasoft Office pakkinn og einfalt mál að hlaða honum niður.
Það er skemmst frá því að segja að þetta er mjög fínn hugbúnaður. Ég hef ekki lent í neinum einustu vandræðum með hann. Tekur niður wordskjöl eins og ekkert sé og aðrir eiga ekki neinum vandræðum með skjöl sem ég sendi þeim. Ég nota svo hugbúnaðinn sem fylgdi Windows vista með tölvupóst og skipuleggjara en það er auðvitað hægt að nota sambærilegt á netinu.
Hér er svo slóðin á frían Open Office pakkann ef einnhver annar vill frjálsari tilveru. http://www.openoffice.org/
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 16. september 2008
Júdo og fjölskyldan
Nú eru júdoæfingar hjá Júdodeild UMF Selfoss hafnar að nýju fyrir nokkru. Keli og Stulli hafa æft síðustu tvö árin af miklum krafti. Í mars bættist Birna Björt við og nú í september byrjun hóf Rikki æfingar. Þannig að öll börnin mín eru nú að æfa.
Keli, Birna og Stulli eru nú einnig aðstoðarþjálfarar á æfingum yngri barna, þar sem fjölgunin er mest. Ég starfa sem gjaldkeri í stjórninni þannig að það er bara Gugga sem ekki tekur beinan þátt.
Þessu fylgir nú ýmislegt. T.d eru júdobúningar ákaflega þykkar, þungar og stífar flíkur sem taka mikið til sín í þvottavél og á snúrum.
Sunnudagur, 14. september 2008
Sakkeus
"Jesús vill ekki breyttan orðaforða heldur breytt líf" segir í pistili eftir Sighvat Karlsson um Sakkeus tollheimtumann. Sakkeus ákvað að breyta lífi sínu og gerði það á afdráttalausan hátt. Þennan stutta og skemmtilega pistil er að finna á þessari slóð: Sakkeus.
Föstudagur, 12. september 2008
Við bara verðum
Mér er farið að líða eins og við bara verðum að vera með krónuna. Fleiri og fleiri aðilar og málsmetandi menn og nú ríflega helmingur landsmanna vill að við hendum krónunni. En við höfum hingað til ekki haft nein áform um að skoða aðra kosti og breyta til heldur skulum við bara horfa á Evruna rétt við bæjardyrnar.
Þetta er svona eins og að hafa Hellisheiðina lokaða og neyða þá sem fara frá RVK til að aka Krísuvíkurleiðina austur fyrir fjall.
Við höfum taugar til krónunar og það er fallegt í Krísuvík... en samt ekki nógu mikið.
![]() |
Vilja ekki krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. september 2008
Haustverkin
Mér hefur aldrei fundist haustverk neitt sérstaklega skemmtileg í gegnum tíðina. Eitthvað tregafullt við það að ganga frá hlutum eftir sumarið; pakka grillinu, sláttuvélinni, koma tjaldvagninum í geymslu og framvegis.
En þessi verk verða ekki umflúin nema að mjög dugleg rigning haldist viðstöðulaust fram á vor. Já það má alltaf halda í vonina.
Svo þarf að fara að klæða sig eftir veðri aftur eins og þessir tveir á myndinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. september 2008
Söguleg frétt
Það er alveg ljóst að hernaðarleg umsvif Rússa í Gergíu hafa orðið til þess að
Tyrkir og Armennar eru nú skyndilega farnir að þreifa fyrir sér með samstarf og aukin samskipti. Í gegnum tíðina hefur Rússland og síðar Sovétríkin verið aðal óvinur Tyrkja á öllum kortum. Vegna ótta þeirra við heimsveldið hinum megin við Svartahafið hafa þeir haldið uppi óvenjulega stórum her. Nú þegar rússneski björninn hreyfir sig...þá hreyfa Tyrkir sig.
Armennar hafa þurft að þola yfirráð bæði Tyrkja og Rússa hvað eftir annað í gegnum aldirnar. Bæði stórveldin fóru stundum illa með Armenna sem einnig reyndust alls ekki svo undirgefnir.
Þetta er reyndar afar söguleg frétt að þessar tvær þjóðir skuli nú ætla að reyna að sættast.
![]() |
Tyrkir og Armenar vilja sættast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. september 2008
Nýja þjóðhagsstofnum ?
"Efnahagsvandinn nú er að miklu leyti heimatilbúinn, þótt upphafið megi rekja til erfiðleika á erlendum fjármálamörkuðum. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1995-2007 ber þunga ábyrgð. Hún gróf undan góðri hagstjórn og lét ítrekaðar viðvaranir um óheyrilega skuldasöfnun og aðsteðjandi gengisfall sem vind um eyru þjóta. Hún gróf undan góðri hagstjórn með því að tvístra og loka Þjóðhagsstofnun og veikja jafnframt Seðlabankann með því að setja öðru sinni óhæfan mann úr eigin röðum yfir bankann. "
Svona hljóðar upphafið á stuttri grein Þorvaldar Gylfasonar sem hann nýverið reit í Fréttablaðið og má lesa alla á þessari slóð: http://www3.hi.is/~gylfason/Lokun.htm
Ég er alveg hjartanlega sammála manninum !
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar