Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Bilun
Eftir bilun í kerfum Morgunblaðsins hefur bloggumhverfið mitt ekki náð sér aftur. Mér er sagt að lagfæring sé í gangi.
Helstu vandamál eru: Hausmynd birtist ekki. Skoðannakönnun birtist ekki. Fréttaflokkar birtast sem ekki eiga að birtast. Myndir nýjar sem gamlar eru komnar í rugl.
Ég ætla að bíða aðeins lengur áður en ég fer í að laga þetta þetta sjálfur...reyna að spara mér vinnu.
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Fólk af erlendum uppruna
Nú er skoðanakönnun á viðhorfi til fólks af erlendum uppruna lokið. Niðurstöður voru eftirfarandi:
Spurning: Er mikill fjöldi fólks af erlendum uppruna á Íslandi vandamál eða kostur ?
a) Mikið vandamál 16, 9 %
b) Nokkuð vandamál 24,2
c) Hvorki né 17,9 %
d) Nokkur kostur 10,5
e) Mikill kostur 28,4 %
Alls tóku 95 þátt í könnuninni.
Samkvæmt þessu er þriðjungur sem telur mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna mikinn kost. Helmingur er hinsvegar á því að nokkuð eða mikið vandamál fylgi þessum aðstæðum.
Takk fyrir þátttökuna, nú er komin ný könnun.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Nýjar myndir frá Rikka
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Rikki á afmæli í dag
Í dag (22.07.) á Rikki afmæli. Orðinn 9 ára gamall. Birna var að koma frá Tenerife í dag svo Gugga sló í nokkrar tertur í tilefni afmælisins og heimkomu Birnu. Tengdó, frændfólk og langamma litu inn í kaffi seinnipartinn.
Annars var afmælisveislan hans á fimmtudaginn var meðan enn var 20 stiga hiti og sól á Selfossi. Í afmælisveisluna mættu 13 gestir og höfðu með sér sundföt því hápunktur veislunnar var vatnsslagur í garðinum. Notaðar voru vatnsblöðrur og garðúðarar. Tiltækið heppnaðist vel og afmælið tókst með ágætum.
Á efri myndinni er Rikki í dýragarðinum í Árhúsum, en þar var hann fyrr í sumar. Hin myndin er af afmælisgestunum í blíðunni rétt áður en vatnsslagurinn mikli hófst.
Mánudagur, 21. júlí 2008
Hlé á pallasmíðinni
Jæja það rignir eiginlega eldi og brennisteini hér á Selfossi í dag. Reyni ekki einu sinni að halda áfram með pallinn. Kannski líka innst inn bara gott að komast í eitthvað annað :)
Annars gengur pallasmíðinn hægt( byrjaði í fyrra) fyrir sig en örugglega. Smiðnum finnst líka skemmtilegra að smíða þegar sólin skín og hitinn fer yfir 20 stig í horninu. Þá er ljúft að smíða og teyga kalda svaladrykki á milli verka.
En pallurinn er að komast á lokastig. Byrjaði að leggja dekkið í gær. Það verður hægt að fara að nota hann fljótlega... á þessu ári allavega. Lofa því nokkurn veginn.
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Fallandi stjarna
Eftir að Guðjón Þórðarson þjálfari var látinn fara frá Stoke hefur hefur mér fundist sól hans hafa dofnað jafnt og þétt. Ómögulegt er að átta sig á því hversu mikils trausts Guðjón nýtur hjá stjórnarmönnum ÍA en meðan gengið á knattspyrnuvellinum er BARA niður á við getur ekki verið mikið traust eftir. Úrslit kvöldsins 6:1 er niðurlæging og fullt af gulum spjöldum í þokkabót.
Skagamenn þurfa sárlega að fara að sýna hvað í þeim býr. Fyrst þurfa þeir nýjan þjálfara og ég spái því að það verði í þessari viku.
![]() |
Blikar kafsigldu Skagamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. júlí 2008
Sturlaugur Eyjólfsson (eldri) göngugarpur
Kynnið ykkur endilega afrek pabba (það er nú ekki svo lítið). Skessuhornið
Já hann er seigur hann pápi gamli. Maður getur ekki annað en verið stoltur af karlinum.
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Og aftur komin sól
Ja maður lifandi. Það er aftur komin sól á Selfossi. Maður er farinn að undra sig á þessu veðurfari ár eftir ár. Sól dag eftir dag og viku eftir viku. Rigning í þrjá daga svona rétt til að halda gróðrinum góðum og svo bara meiri sól. Sól í kortunum út vikuna og hitinn að rokka á bilinu 16 -21 gráða.
Á Norðurlandi er ekki búið að vera jafn skemmtilegt veður. Kaldara, vætusamara og minni sól. Stöðugar og þrálátar norðanáttir seinni hluta júní og það sem af er júlí er eitthvað annað en ekta norðlensk sumur með yfir 20 stiga hita.
Já þessu er greinilega misskipt því miður.
Laugardagur, 12. júlí 2008
Siglufjörður og Þórshöfn
Jæja loksins komin blessuð rigningin. Ekki búið að vera hægt að vinna í pallinum nema með marga lítra af vökva við hliðina á sér. Búið að vera heitt á Selfossi undanfarið og allir búnir að fá góðan skammt af sól og hita.
Stulli og Keli eru í Flóanum; gistu þar í nótt í tjaldi. Þeir eru að halda þar upp á afmæli Kela ásamt rúmlega 20 öðrum. Birna er á Kanarí. Og Gugga mín er bara að verða nokkuð góð af bakverkinum.
Svo nú verða lagaðar línur í rigningunni um norðurferð. Stefnt á Siglufjörð og Þórshöfn. Orðið æði langt síðan við dröttuðumst þangað síðast.
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Auðvitað !
![]() |
Stúlkurnar fara til Makedóníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 206649
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar