Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Hætt að koma á óvart...en alltaf jafn skelfilegt
Ætli það gerast einn daginn að atburðir sem þessir verði það algengir að maður hættir að kippa sér upp við þá ? Þetta er allavega búið að ná því marki að þetta kemur ekki beinlínis á óvart lengur...sífellt berast fréttir af ofbeldi og morðum foreldra á börnum sínum.
Atburðurinn sjálfur er svo skelfilegur að maður getur ekki hugsað hann til enda.
![]() |
Kona í Belgíu stakk fimm börn sín til bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
Gleðileg útrás Thelmu
Á hverjum degi nánast því berast fréttir af útrás hinna ýmsu fyrirtækja. Það er orðið svo mikið og flókið mál að fylgjast með slíku að maður kippir sér ekkert upp við slíkar fréttir lengur. Hinsvegar rak ég upp augu yfir því að saga Thelmu hefði verið valið af ELF Films til þess að búa til kvikmynd eftir. Gleðilegt það.
Hvaðan þessar ískensku systur koma er veit ég ekki...enda hættur að geta fylgst með því venjulegri viðskiptaútrás.
![]() |
Samið um sögu Thelmu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Tottenham - vann í dag
Um svipað leiti og það varð flott að halda með einhverju ensku liði þá fór ég að halda með Tottenham. Hef aldrei fundið út hversvegna svo var. Tengi það lítillega því að mér fannst ekki stórmannlegt að halda með besta liðinu þá og þá stundina. Stulli minn virðist vera með sömu heilkennin, en hann hélt sem barn lengi með Manchester U. en hætti því snögglega 12 ára gamall og fór að halda með Fullham, sem nánast enginn maður heldur með.
En ég hef verið sannur fylgismaður Tottenham í rúm 20 ár og aldrei hvarflað að mér að halda með öðru. Er ekki á leiðinni að hætta því þótt ég tapi mér nú engan veginn yfir þessu. T.d horfi ég næstum aldrei á beinar útsendingar úr enska boltanum...alltof tímafrekt að eiga við það.
Þeir sem halda með Tottenham eru reyndar ótrúlega margir (komst að því þegar ég fékk Internetið) og klúbburinn okkar heldur úti heimasíðu og skipuleggur ferðalög á leiki liðsins. Heimasíðan er http://www.spurs.is/
![]() |
Keane með tvö mörk og rautt spjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Stuttmynd
Stulli og vinir hans hafa framleitt sínu fyrstu kvikmynd. Þeir hafa nú sett hana á Netið svo þeir sem vilja geti notið hennar. Ef ég skil þetta rétt er komið framhald af myndinni sem einnig verður innan tíðar sett á netið.
Slóðin er á þessum link: The Grandma I: Finding LeifArnar
Þegar síðan opnast er bara að bíða smá og myndin fer að rúlla á hvítatjaldinu.
Endilega lítið á þetta.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Áfram KS
![]() |
Þórir ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Blessuð fjallagrösin
Merkilegt finnst mér núna 25 - 30 árum síðar að vera alin upp við not á fjallagrösum. Þegar fjallagrös voru borðuð heima í Dölum fannst mér þau vera gott dæmi um að allt holt væri vont. Hinsvegar fanst mér gaman að fara á grasafjall með mömmu og systrum mínum. Reyndar stólaði mamma á suddaveður stundum til að sjá grösin betur.
Núna semsagt mörgum árum seinna nota ég grösin mikið til að róa maga og mýkja háls. Mér finnst þau meira segja ekki vond lengur. Lækningamáttur þeirra er talsverður og hollustan ótvíræð. Læt hér fylgja með slóð: http://www2.ecweb.is/heilsa/baetiefni/?ew_1_cat_id=18106&ew_1_p_id=16936035
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Skírður Thorbjorn Micael
Ætlaði nú að vera búinn að koma inn með þennan viðburð í fjölskyldunni fyrr. En myndavélin mín gleymdist í Reykjavík svo það er nú fyrst sem ég geri þessu skil.
En Sólveig systir kom upp til landsins frá Danmörku nýlega með sinn danska mann og tengdaforeldra. Synir hennar þeir Ingemar og óskírður voru með í för. Aðalerindið var að láta skíra þann minnsta. Til verksins var að sjálfsögðu fengin systir okkar síra Helga Helena sem sér nú um öll prestverk í fjölskyldunni.
Skírnin fór fram í heimahúsi pabba og mömmu á Álftanesinu 3.febrúar sem svo skemmtilega vill til að er einnig afmælisdagur Sólveigar. Allt fór þetta vel fram og eins og venjulega klikkaði stórfjölskyldan hvorki á því að hafa mikið af góðum mat né að borða vel af honum. Drengurinn fékk nafnið Thorbjorn Micael Sólveigarson.
Til hamingu Sólveig, Henrik, Ingemar og Thorbjorn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Umferðamiðstöð á hálendinu
Ég er svo draumsýnn að ég hef alltaf séð fyrir mér veg uppá Sprengisand og þar væru vegamót og glæsilega hálendismiðstöð með SS pulsum og allt. Þaðan væri hægt að aka niður í Skagafjörð, Eyjafjörð, Bárðardal og Jökuldal og þaðan til Egilsstaða. Með vegagerð yfir Kjöl er þessi framtíðarsýn mín nú ekki alveg að passa.
En auðvitað er ekki hægt að setja sig á móti nýjum og betri Kjalvegi. Skil samt ekki nauðsyn einkaframkvæmdarinnar. Má Vegagerð ríkisins ekki bara búa til veginn og taka fyrir það gjald af þeim sem nota hann ?
![]() |
Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 206650
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar