Leita í fréttum mbl.is

Enn fleiri góðar fréttir

Stjórnvöld hafa gefið út fyrsta formlega leyfið til að undirbúa virkjun sjávarfalla við Ísland. Fyrirtækið Sjávarorka hefur fengið leyfi til að rannsaka þann möguleika að virkja Hvammsfjarðarröstina út af Stykkishólmi.

Hvergi við Ísland er munur á flóði og fjöru jafnmikill og við innanverðan Breiðafjörð og þar sem óteljandi eyjar þrengja mynni Hvammsfjarðar myndast hin öfluga Hvammsfjarðarröst þegar sjórinn fossar til skiptis inn og út um sundin.

Þessa orku vill Sjávarorka beisla og hefur nú fengið rannsóknarleyfi frá Orkustofnun. Að fyrirtækinu standa RARIK og aðilar í Stykkishólmi, þeir stærstu Skipavík og Stykkishólmsbær. Athuganir benda til að þarna megi vinna álíka mikla orku og gert er í Sultartangavirkjun, sem er 120 megavött.

Stjórnarformaður Sjávarorku, Steinar Friðgeirssson, segir hugmyndina þó ekki að virkja svo stórt heldur stefnt að smærri túrbínum til að byrja með. Ekki er gert ráð fyrir neinum stíflugörðum heldur er hugmyndin að hafa hverflana einfaldlega bara í sjónum með sem minnstum áhrifum á lífríkið. Næstu skref, að sögn Steinars, verði að kanna hagkvæmni verkefnisins og að leita eftir erlendum samstarfsaðilum.

Tekið af vefnum www.visir.is


Mjög góðar fréttir

Það er í raun og veru afar ánægjulegt að sjá hversu mikil aukning hefur verið á hverju ári í kornrækt á Íslandi.  Að þjóðin geti orðið sjálfri sér næg um korn er mikilvægt við núverandi aðstæður.

Byggið er samt ekki mikið notað til manneldis.  Sennilega vegna þess að við höfum lengst af vanist öðrum korntegundum.  Það væri t.d nokkuð víst að ef hér yrðu ræktaðir hafrar að meira yrði notað af þeim.  Engu að síður er byggið talið meinholt.


mbl.is Hægt að fjórfalda byggræktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðrið enn einu sinni

Hér í Búðardal hefur verið gott veður í allan dag.  Rok og rignin víða í kring t.d var nær aftaka veður í Saurbænum uppúr hádeginu.  Það er sláandi hversu mikill munur er á veðri á þessum 30 km.  Einnig svolítið skrýtið að það skuli í sunnan átt vera hvassara í Saurbæ og á Laugum heldur en í Búðardal...væri eðlilegra að álíta að svo væri í norðanátt.


Álagahamur fellur þegar menn gangast við ábyrgð sinni

"Góðærið var ekki ávöxtur ræktunarstarfs Íslendinga heldur ávextir tíndir úr annarra garði. Hrunið er afleiðing heimsku. Nú eru álögin fallin og okkar hlutverk er að horfast í augu við ástæður og afleiðingar skaðans og læra af. Við eigum ekkert og áttum ekkert. Allt er að láni frá Guði, skapara alls sem er. Í okkar ábyrgð felst að fara vel með. Sú ábyrgð varðar það sem er í samhengi okkar en hún nær þó víðar. Við eigum að fara vel með hvert annað, með stofnanir samfélagsins, náttúruna og allt lífríkið. Álagahamur fellur þegar menn gangast við ábyrgð sinni."

Tekið af vefnum www.tru.is   Öll greinin hér: http://tru.is/pistlar/2010/01/ur-alogum


Til hamingju með daginn

Í dag eiga þeir nafnar Sturlaugur Eyjólfsson eldri og yngri afmæli.  Sturlaugur hinn eldri er í 70 ára gamall og Sturlaugur hinn yngri 17 ára.

Til hamingju með daginn báðir tveir.


Eru vextir af því illa ?

Á fyrstu öldum kristninar var ekki leyfilegt að taka vexti meðal kristinna manna.  Gyðingum var hinsvegar heimilt að gera þetta og því urðu þeir m.a bæði framalega í viðskiptum og óvinsælir meðal sumra kristinna þjóða.  í Islam er þetta litið illu auga og því eru ekki teknir vextir í bönkum þar með beinum hætti, heldur reynt að fara aðrar leiðir. Vaxtataka var álitn af því illa og er svo enn meðal hundruð milljóna manna.

Þetta hefur að sjálfsögðu breyst og nú fara kristin samfélög fremst í flokki þeirra sem nota bankastarfssemi með vöxtum.  en því er ekki að neita að svo virðist sem okkar hugsun sé komin í þann farveg að án lána sé ómögulegt að framkvæma, að fjárfesta, að halda uppi hagvexti og framvegis. Nútíma bankastarfssemi byggir á þessari innrætingu og hrunið líka.

Svo koma svona dásamlegar fréttir og maður skilur ekki hvernig Orkuveitan og Landsvirkjun þurfa endalaust að endurfjármagna og taka lán fyrir framkvæmdum.  Það er greinilega ástæðulaust...ef menn leyfa sér að hugsa um hlutina út frá gömlum gildum.


mbl.is Byggja virkjun án lántöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin eru búin

Þegar jólin eru kvödd fylgir því að gjarnan sökknuður.  Það er óskemmtilegt að slökkva öll þessi litríku ljós sem fyllt hafa hús og bæi birtu.  Það er líklega vegna þess sem þetta gerist oft hægt.  T.d ákveða margir að slökkva ekki ljósin fyrr en helgina eftir þrettándann.

Í raun er því janúar dimmari en desember og sennilega dimmasti mánuður ársins.


En ef forsetinn hefði nú haft virðingu ?

Eg spyr mig þeirrar spurningar hvort þetta snúist ekki hreint og beint um fyrri verk forsetans. Ef blessaði forsetinn okkar, sem synjaði undirritun, hefðu nú verið vinsæll og farsæll forseti - hvað þá ? 

Forseti sem hefði um leið og hrunið reið yfir rofið útsendingu sjónvarpsstöðva og talað uppörvandi til þjóðar sinnar líkt og Vigdís gerði þegar snjóflóðið féll á Súðavík.  Forseti sem hefði dag og nótt ferðast milli vinnustaða og landshluta og hvatt fólk áfram og kynnt sér aðstæður og síðast en ekki síst forseti sem hefði notað erlend tengsl sín til þess að vinna að málstað landsins.

Þess í stað hvarf forsetinn snögglega af vettvangi strax eftir hrun, skammaði sendirráðsmenn í veislu, mismælti sig hvað eftir annað í viðtölum við erlenda blaðamenn og gat ekki þvegið af sér þá smán að hafa mært útrásarvíkinga í öllum ræðum sínum og ferðast með þeim um heiminn.  Veit ekki um einn einasta mann sem hefur fundið fyrir stuðningi í hruninu frá forsetaembætti voru.

Fólkið hefur ekki treyst herra Ólafi í lengri tíma og eðllega slegið yfir ákvörðun hans nú og það er megin skýring þess að meirihluti þjóðarinnar er andvígur ákvörðun hans. 


mbl.is Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sögðu að ekkert slæmt myndi gerast

Í allri umræðunni um Icesave voru fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins afar duglegir að sannfæra almenning um að ekkert slæmt myndi gerast þótt nýju lögunum yrði hafnað.  Þeir sögðu að hægt yrði að ná betri samningum við Hollendinga og Breta; að samningsstaða Íslands hefði batnað.

Raunin er önnur.  Gríðarlega sterk viðbrögð víðast hvar úr heiminum, sem sýna Íslendinga sem óáreiðanlegar manneskjur.  Núverandi ríkisstjórn neyðist til að vinna næstu vikur að því að minnka skaðann eins og hægt er og þjóðin má þola óvissu og að  allar væntingar um betri tíð eru nú að hverfa í þoku.

Kemur það á óvart að sömu flokkar og settu landið í hrun, skuli nú með lýðskrumi hafa komið þjóðinni á kaldan klaka ?


mbl.is Gríðarlega sterk viðbrögð erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar myndir frá jólum og áramótum

Birna Björt og BjarniHef sett inn nokkrar myndir frá jólum og áramótum.  Sjá slóðina: http://loi.blog.is/album/haust_2009/.  Þetta er þó besta myndin

Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Jan. 2010
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 206648

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband