Fimmtudagur, 24. desember 2009
Gleðileg jól
Texti jólaguðspjallsins, hjá Guðspjallamanninum Lúkasi, eins og hann
hljóðaði í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar sem var gefið út 1540.
Fyrsta þýðing Nýja testamentisins á íslenska tungu og auk þess fyrsta bók
sem prentuð var á íslensku og enn er til svo að vitað sé.
En það bar til á þeim dögum að það boð gekk út frá keisaranum Ágústo, það
heimurinn allur skyldi skattskrifast. Og þessi skattur hófst fyrst upp hjá
Kýrenó sem þá var landstjórnari í Sýria. Og allir fóru að tjá sig, hver til
sinnar bortar. Þá fór og Jósef af Galílea úr borginni Naðaret upp í Júdeam,
til Davíðs borgar, sú er kallast Betlehem, af því að hann var af húsi og
kyni Davíðs, að hann tjáði sig þar meður Maríu, sinni festarkvon óléttri.
En það gjörðist þá þau voru þar að þeir dagar fullnuðust eð hú skyldi fæða.
Og hún fæddi sinn frumgetinn son og vafði hann í reifum og lagði hann niður
í jötuna því að hún fékk ekkert annað rúm í herberginu.
Og fjárhirðar voru þar í sama byggðarlagi um grandana við fjárhúsin, sem
varðveittu og vöktu yfir hjörð sinni. Og sjá, að engill Drottins stóð hjá
þeim og Guðs birti ljómaði krinum þá. Og þeir urðu af milum ótta hræddir,
og engillinn sagði til þeirra. Eigi skuluð þér hræðast, sjíð, því ég boða
yður mikinn fögnuð, þann er sker öllum lýð, því í dag er yður lausnarinn
fæddur, sá að er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið það til merkis:
Þér munu finna barnið í reifum vafið og lagt vera í jötuna. Og jafnskjótt
þá var þar hjá englinum mikill fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og
sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnum góðvilji.
(Hér fylgir einnig útskýring á orðinu góðvilji)
(Góðvilji er að menn hafi þar af ást og unaðssemd bæði fyrir Guði og svo
innbyrðis og það með þakklæti að meðtaka og alla hluti með góðfýsi þar fyrir að forláta og líða)
hljóðaði í Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar sem var gefið út 1540.
Fyrsta þýðing Nýja testamentisins á íslenska tungu og auk þess fyrsta bók
sem prentuð var á íslensku og enn er til svo að vitað sé.
En það bar til á þeim dögum að það boð gekk út frá keisaranum Ágústo, það
heimurinn allur skyldi skattskrifast. Og þessi skattur hófst fyrst upp hjá
Kýrenó sem þá var landstjórnari í Sýria. Og allir fóru að tjá sig, hver til
sinnar bortar. Þá fór og Jósef af Galílea úr borginni Naðaret upp í Júdeam,
til Davíðs borgar, sú er kallast Betlehem, af því að hann var af húsi og
kyni Davíðs, að hann tjáði sig þar meður Maríu, sinni festarkvon óléttri.
En það gjörðist þá þau voru þar að þeir dagar fullnuðust eð hú skyldi fæða.
Og hún fæddi sinn frumgetinn son og vafði hann í reifum og lagði hann niður
í jötuna því að hún fékk ekkert annað rúm í herberginu.
Og fjárhirðar voru þar í sama byggðarlagi um grandana við fjárhúsin, sem
varðveittu og vöktu yfir hjörð sinni. Og sjá, að engill Drottins stóð hjá
þeim og Guðs birti ljómaði krinum þá. Og þeir urðu af milum ótta hræddir,
og engillinn sagði til þeirra. Eigi skuluð þér hræðast, sjíð, því ég boða
yður mikinn fögnuð, þann er sker öllum lýð, því í dag er yður lausnarinn
fæddur, sá að er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið það til merkis:
Þér munu finna barnið í reifum vafið og lagt vera í jötuna. Og jafnskjótt
þá var þar hjá englinum mikill fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og
sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnum góðvilji.
(Hér fylgir einnig útskýring á orðinu góðvilji)
(Góðvilji er að menn hafi þar af ást og unaðssemd bæði fyrir Guði og svo
innbyrðis og það með þakklæti að meðtaka og alla hluti með góðfýsi þar fyrir að forláta og líða)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206223
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.