Föstudagur, 23. október 2009
Margt að gerast í Dölum
Þessi helgi er viðburðarrík í Dölum. Í dag kom forsetinn í heimsókn í Auðarskóla og heilsaði upp á starfsfólk og nemendur. Þá voru einnig hljómleikar í skólanum í dag, en FM Belfast tróð upp í hálftíma. Svo merkilegt sem það kann nú að vera þá voru nemendur jafnspenntir fyrir því að fá forsetann í heimsókn og að fá fræga hljómsveit. Bæði forsetinn og hljómsveitin stóðu vel undir væntingum.
Nú um helgina er Vetrarfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dölum. Þetta er mikil og metnaðarfull dagsrká og m.a eru rokktónleikar. Sjá dagskrá hér: http://dalir.is/stjornsysla/frettir/nr/93198/
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aprílrós, 24.10.2009 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.