Fimmtudagur, 15. október 2009
Svínaflensa eða ekki Svínaflensa ?
Nú er Svínaflensan farin á mikin skrið. Ekki er hægt lengur að anna sýnatöku og af þeim sýnum sem tekin eru af fólki eru 90 % jákvæð. Því þurfa læknar að reyna að meta út frá lýsingum og athugunum hverjir eru með Svínaflensu og hverjir eru með eitthvað annað. Sökum þessa er trúlega fjöldi fólks meðhöndlaður eins og um Svínaflensu væri að ræða þótt þeir séu það alls ekki. Það hefur ýmislegt í för með sér:
a) Óþægileg skilyrði til að takmarka smit. T.d að þeim er ráðlagt m.a að vera í 7 daga heima þótt þeir séu bara orðnir góðir eftir þrjá til fjóra daga og eru þar með lengur frá vinnu en nauðsynlegt er.
b) Þeir sem eru greindir með Svínflensu fá extra áhyggjur og aðstandendur þeirra líka og margir þeirra umgangast þann sjúka í meiri fjarlægð.
c) Ef einhver var eftir allt ekki með Svínflensu...getur sá hinn sami fengið hana síðar og þarf að endurtaka allt ferlið.
Bagalegt og svolítið skrýtið að ekki skyldi vera lögð meiri áhersla á að auka getu heilbrigðisþjónustunnar til að greina Svínaflensu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.