Mánudagur, 12. október 2009
Ný fréttaveita
Fréttaveitur á Netinu hafa verið að skjóta upp kollinum og veita hefðbundnum fréttastofum sífellt meiri samkeppni um lesendur. Það er þó nokkuð skondið að flestir þeirra notast að stórum hluta við fréttir frá stóru fréttastofunum þremur...en samt ...þarna eru sjálfstæðir pistlahöfundar, fréttamenn að störfum, blogg og fl.
Stærstu netmiðlarnir eru Eyjan, AMX, Pressan og Smugan. Sennilega er þetta vinsældarröðin líka. Mér virðist sem Eyjan sé samfylkingarleg og Pressan framsóknarleg en þessir vefmiðlar segjast reyndar vera óháðir. AMX er greinilega hægri sinnuð fréttaveita og Smugan er tengd vinstri grænum.
Nú er komin fram enn ein fréttaveitan á Netinu; Svipan, sem er runnin undan ryfjum Hreyfingarinnar. Um að gera að fylgjast með henni líka...eða hvað er hægt að fylgjast með mörgum slíkum ?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.