Leita í fréttum mbl.is

Flóðið í Ölfusá

c_gogn_myndirnar_minar_mislegt_olfusa_020504.jpg

Flóðin í Ölfusá eru af tvenns konar uppruna; vetrarflóð og haustflóð.  Algengari eru vetrarflóðin svokölluðu.  Þá hrannast upp ís til móts við Brúnastaði þar sem Hvítáin rennur í þrengingum fyrir suðurenda Hestfjalls. Þessi flóð verða oftast í nokkurri leysingu að vetri til, en ísstíflan skiptir miklu um eðli og stærð flóðsins.

Hin tegundin, og þau eru fátíðari, eru haustflóðin. Flóðið nú fyrir skömmu var af þeirri gerðinni. Sigurjón Rist segir almennt um haustflóð að þau verði þegar frostakafla geri snemma hausts, sem gerir jörð algerlega vatnshelda. Þá leggist nokkurt snjóalag yfir allt vatnasvið árinnar og að síðustu komi vatnsþrungin lægð upp að landinu sem veldur snöggri hitabreytingu og ofsaregni með sterkum vindi.  Allir þessir þættir fóru saman nú. Þó er ljóst að engar beinar upplýsingar var að hafa af snjóalögum á hinu geysivíðfeðma vatnasviði Hvítár á afrétttum þeirra Tungnamanna og Hrunamanna.  Við vitum vatnsmagnið í heild sinni, en hvað af því var úrkoma sem féll á einum sólarhring og hvað kom frá auðleystum snjónum sem fyrir var vitum við ekki.

Upplýsingar fengnar m.a af www.esv.blog.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband