Leita í fréttum mbl.is

Tölvuleikir

c_documents_and_settings_loi_desktop_gogn_myndirnar_minar_mislegt_gow2_ps2box-temp-160.jpg

Merkilegt að nánast því öll fréttaumfjöllun um tölvuleiki er neikvæð.  Mestur hluti allrar umræðu í uppeldislegu tilliti er einnig neikvæð þegar tölvuleiki ber á góma.   Það virðist hreinlega vera mikil gjá á milli kynslóða.   Mér virðist sem eldra fólki átti sig ekki á hversu tölvuleikir eru ráðandi í menningu okkar.   Gríðarlegur tími og stór hluti alls frítíma barna, unglinga og hóps yngra fólks fer í að spila og njóta tölvuleikja.   Að setjast við tölvu, tengjast öðru fólki og hefja spilun verður sífellt algengari í heiminum.  Sannarlega eru á þessu skuggahliðar en alveg hreint ótrúlegt hversu lítilli umræðu er varið í hversu jákvæð slík tómstundaiðkun geti verið.

Margar kannanir hafa verið gerðar á ungu fólki og tölvuleikjaspilun þeirra.  Það sem er fyrst og fremst neikvætt við þessa spilun er að hún er afar óhentug fyrir líkamann til lengri tíma.  Kyrrsetan og lítil hreyfing getur orðið hættuleg ef of mikið er spilað.   Og ef of mikið er spilað getur það í raun verið fíkn sem þar er á ferðinni.

En jákvæðu hliðarnar eru margar  m.a útrás fyrir spennu, þjálfun í einbeitingu og rökhugsun, útrás fyrir sköpunargleði og gleðin yfir því að áorka einhverju sjálfur (sigurtilfinning).   Það skiptir máli að öll fjölskyldan geti spilað tölvuleiki á einhvern hátt þannig að tölvuleikir séu virkt umræðuefni á heimilinu, alveg eins og að öll fjölskyldan er saman íeinhverju öðru; íþróttum, bóklestir og fl..  Fyrirmyndir þeirra fullorðnu skiptia máli og aðhald þeirra gagnvart börnunum líka, t.d svo að ungt fólk "skippi" öllu fyrir tölvuleikina heldur axli ábyrgð á ýmsum þáttum í lífi sínu.   Að axla ábyrgð á skynsamlegri spilun tölvuleikja er viðfangsefnið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband