Leita í fréttum mbl.is

Bara smákökur

Fyrsti desember markar upphaf smákökutímabilsins, sem stendur nánast óslitið fram yfir áramótin eða í 30 - 40 daga.   Þetta munu vera um 10 % af árinu.  Sem sagt 10 % af árinu borðar maður næstum smákökur uppá hvern dag.  Það virðast vera endalaus tilefni til þess.  Smakka aðeins þegar er bakað, bjóða öðrum að smakka þegar þeir koma í heimsókn, fara í önnur hús og smakka aðeins á smákökum þar, gleypa piparkökur á biðstofum, smakka nýjar tegundir á kynningum í verslunum og framvegis.  Svo má ekki gleyma öllum "slúttunum" ; það eru litlu jólin á leikskólanum í grunnskólanum og í vinnunni.  Svo hjá kórum og félögum stórum sem smáum.

Já í hvert sinn sem maður stingur upp í sig smáköku segir maður við sjálfan sig; "bara núna"  en á einhvern óskiljanlegan hátt verður þetta nánast upp hvern dag í rúman mánuð.  Og það undalegasta af öllu í þessu sambandi er að maður verður hreint ekkert saddur af smákökum og hreint ekkert leiður á þeim.  Maður maular á þeim í tugavís, helst að tóm föt og diskar fái mann til að hætta án þess að vera dónalegur.

Jæja...sem sagt núna er smákökutímabilið á árinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 206454

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband