Laugardagur, 11. apríl 2009
Bensín í stað Dísel
Þar kom að því. Á Pálmasunnudag, á bensístöð Olís við Rauðavatn , setti ég bensín á díselbílinn minn. Reyndar uppgvötvaði ég mistökin þegar ég var búinn að dæla um 9 lítrum á bílinn.
Starfsmaður á stöðinni sagði að það væri hægt að fá aðstoð Olíudreifingar til að dæla af bílnum, en það kostaði um 20.000 kr um helgar. Mér leist ekkert á það. En þegar ég talaði við starfsmann hjá Olíudreifingu sagði hann mér að ég gæti leyst þetta með því að setja einn líter af tvígengisolíu á bílinn og fylla hann svo af díselolíu. Bílnum yrði ekki meint af þessu.
Það reyndist rétt. Ég tróð svo mikilli díselolíu á bílinn að nálin hefur ekki enn hreyfst á mælinum, þrátt fyrir að hafa keyrt talsvert og m.a eina ferð til Reykjavíku.
Eiginlega var ég alltaf viss um að þetta myndi henda mig einhverntímann, því ég get verið hræðilega utangátta.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.