Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Sorgarviðbrögð sem ber að virða
Fyrir nokkrum árum hefðu margir lagt við eyrun og jafnvel fundið hjá sér áhuga á að trúa einhverju sem Frjálshyggjufélagið sendi frá sér. Sá tími er liðinn. Eftir standa þó eins og saltstólpar einhver hópur fólks, sem áttar sig ekki á raunveruleikanum. Frjálshyggjan var blindgata, sem framdi sjálfsmorð.
Auðvitað þyrfti fólkið sem trúði á frjálshyggjuna á hjálp að halda. Hér er um dæmigerð sorgarviðbrögð að ræða sem engu að síður ber að virða.
Fagna andláti nýfrjálshyggjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þú rökstyður þetta hvernig?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 18:51
Sammála þér Eyjólfur.
Reyndar hef ég aldrei skilið hvernig þessar frjálshyggjutilkynningar hafa átt upp á pallborðið sem "fréttir." Er þetta ekki frekar einhver félagsstarfsemi, svona á borð við að Jimmy Swaggart lýsir yfir að við erum öll syndgarar eða að skátar hafi búið til boga og örvar með spýtum og lími?
Ástandið er svona svipað og í byrjun fjórða áratugs. Frjálshyggjuguttar trúðu ekki þá að þeir voru valdir að mesta hruni aldarinnar og þó víðar væri leitað. Þessi trúfélags hópur er smár kjarni og með fólki sem er í raun blint handbendi þess hóps sem venjulegt fólk kallar braskara.
Jafnvel Paulson, einn helsti frjálshyggjuguttinn og megabraskari í stjórn Bush þurfti að játa þessa öfgastefnu sigraða, þegar hann kom með ríkisábyrgðir til að bjarga Bandarískum efnahag sl. haust.
Ríkið bjargar málunum og frjálshyggjuguttar skjóta eitraðri herör vanþakklætis.
Ólafur Þórðarson, 19.2.2009 kl. 19:14
Og þetta með "Ný"frjálshyggjuna er bara djók. Ný- eða ekki ný- breytir ekki því að þetta er sama tóbakið.
Ólafur Þórðarson, 19.2.2009 kl. 19:17
Þarf að rökstyðja hvernig sorgarviðbrögð verða til ? Fólk vill gjarnan halda uppi minningu þess látna/horfna, saknar þess og geymir eðlilega í huga sér sterkustu og fegurstu minningarnar.
Eyjólfur Sturlaugsson, 19.2.2009 kl. 20:15
enn og aftur hvar eru rökin?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:25
Hvergi og allt um kring minn kæri Vilhjálmur.
Samhryggist.
Eyjólfur Sturlaugsson, 19.2.2009 kl. 20:55
Með örðum orðum þetta eru allt órökstuddar fullyrðingar hjá ykkur. Er þetta þroskaða umræðan sem vinstrimenn eru að kalla á?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 00:22
Veit ekkert með vinstri umræðuna. Segi pass á það. Ég kýs að setja fram skoðun mína fram án rökstuðnings.
Rökin eru allt um kring ef menn sjá, en hvergi ef menn eru blindaðir.
Eyjólfur Sturlaugsson, 20.2.2009 kl. 09:25
Það er rétt hjá þér rökin eru allt í kringum um okkur. Það er alveg ljóst út frá hagfræðilegri þekkingu að hrunið er blönduðu hagkerfi að kenna. Ég vildi bara sjá og vita hvaða röksemdafærslu þú kæmir með fyrir því. En gott að vita að þú sjáir þetta, það eru ekki margir sem sjá þetta og eru blindaðir í pólitískum skotgröfum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.