Miđvikudagur, 11. febrúar 2009
Ég man eftir fyrstu spjallrásinni.
Ég man eftir ţví ţegar ekki var sjálfvirkur sími heima og allir gátu hlustađ ţegar ađrir voru ađ tala saman. Mađur heyrđi andardrátt á línunni og einnig ţegar einhver tók tóliđ af eđa setti ţađ á.
Einu sinni á ári var okkur unglingunum í sveitinni leyfilegt ađ "hlusta og ćrslast" í símanum. Ţađ var kvöldiđ ţegar ţorrablót sveitarinnar var haldiđ. Ţá fóru unglingarnir, sem heima sátu, ásamt einstaka barnapíu og slógu á létta strengi í símanum. Ţetta var í raun ţrćlfín spjallrás...sú fyrsta sem ég kynntist.
Merkilegt eftir á ađ hyggja ađ fullorđna fólkiđ skyldi ekki taka kvöld og kvöld svona saman líka og fara međ kveđskap og gamanmál.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góđar slóđir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einu sinni var ég veđurteppt í sveit ţar sem grannar á nćstu bćjum víluđu ekki fyrir sér ađ koma inn á línuna ef ţeim ţótti ţurfa ađ bćta einhverju viđ samtölin.
Ţetta var bara gaman -svona í svartasta skammdeginu.
Hildur Helga Sigurđardóttir, 11.2.2009 kl. 22:30
Ég man eftir ţessum tíma, og já einmitt á ţorrablótskvöldunum vorum vjđ unglingarnir á linunni. VAr virkilega gaman bara.
Aprílrós, 12.2.2009 kl. 17:53
Ţetta var ekki svona í Laxárdalnum, greinlega meiri menning í Saurbćnum, a.m.k. man ég aldrei eftir ađ krakkarnir mćttu leika sér í símanum
Guđrún Vala Elísdóttir, 16.2.2009 kl. 21:32
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.