Föstudagur, 28. nóvember 2008
Stutt í annan endann
Þá er fyrri önnin í Háskólanum að ljúka hjá mér. Öll kennsla búinn og nú er bara próf og ritgerðir til 13.des. Mér fannst sept. og okt. nokkuð langir en nóv. hefur verið afar stuttur. Vinnan hefur eiginlega verið mun meiri en ég bjóst við, eða ég er bara ekki lengur sæmilegur námsmaður. Hef þurft að eyða hellings tíma í lestur á enskri tungu. Partur af því er reyndar að ég er að glíma við nýtt fræðasvið.
Námið hefur verið skemmtilegt. Alltaf skemmtilegra og skemmtilegra eftir því sem á það hefur liðið.
Hagfræði er sérlega áhugaverð námsgrein; full af pælingum um hegðun manneskjunnar og fl. Stjórnsýslufræðin eru litrík og lifandi í umfjöllun Gunnars Helga prófessors.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko Lói minn, uðvitað ertu frábær námsmaður eins og áður, og uðvitað fer þetta eftir námsefninu lika. Ég sjálf ætla reyna að komast í FB efitir áramót í kvöldskólann og taka stærðfræði, ( eg tók ekki 10 bekkinn á sínum tíma ) . Mér finst alveg ferlegt að geta ekki hjálpað syni minum í þessu vegna þess að eg kann það ekki.
Gangi þér vel áfram, ég veit að þú meikar þetta með glans. ;)
Aprílrós, 29.11.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.