Leita í fréttum mbl.is

Lesefni fyrir mótmælendur og okkur öll !

Ég notaði morguninn í að skoða aðeins mótmælahópa og jaðarfjölmiðlun á Netinu.  Þetta var afar áhugaverður leiðangur og kaffibollarnir urðu fleiri en ég hugði fyrir framan tölvuna.   Mig langar í framhaldinu til að fjalla um í nokkrum áföngum  um þessi vefsvæði.

Dagblaðið Nei
Mér dvaldist við lestur á þessu vefsvæði.  Það er vel uppsett, með mikið af efni og fjölbreytileikinn er mikill.  Heimsóknir á vefsvæðið skipta þúsundum eða um 28.000 á viku hverri.  Umfjöllunin er að sjálfsögðu pólitísk og í anda atburða síðustu viku.  Nokkrir þekktir einstaklingar koma að útgáfunni, sem ber með sér reynslu af blaðamennslu.

Fyrir utan skemmtilegan og títt uppfærðan fréttafluttning má finna athyglisvert efni. Meðal þess sem finna má er baráttusöngur.  Fasta dálka eins og "Rasistavaktin" "Krepputjútt"  og "Ábyrgðir".  Fréttirnar eru í uppljóstrunar og baráttu stíl en allir geta skrifað við þær eigin athugasemdir, sem er skemmtilegt að sjá og lesa.  Ekki er hægt að sjá neinstaðar riststjórnarstefnu aðra en þá miðillinn lofar engum íþróttafréttum. 

Mér fannst lesningin öll hin hressilegasta og hafði hún meiri örvandi áhrif en morgunkaffið.  Ég ráðlegg öllum að líta við á Dagblaðinu Nei og setja það í favorites möppuna sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband