Föstudagur, 21. apríl 2006
Árborg í blóma
Árborg er heiti sveitarfélags, sem oftar og oftar heyrist í þjóðfélagumræðunni. Ástæðan er sú að sveitarfélagið er í örum vexti og telur nú íbúa sína í þúsundum (7.000).
Fjölgunin á Árborgarsvæðinu og ekki síst á Selfossi er mjög mikil, sem veldur því að það eru alltaf færri og færri hlutfallslega sem segjast vera fæddir og uppaldir á staðnum. Best gæti ég trúað að innfæddir Selfyssingar væru nálægt 40 % íbúa. Þessi stóri hluti íbúa sem eru aðfluttir úr öðrum sveitarfélögum eða jafnvel öðrum landshlutum eru að koma á svæðið með von um meiri hagsæld. Þessi samsetning íbúa minnir nokkuð á vilta vestrið. Sífellt er verið að nema land, byggja og framkvæma. Uppgangur í flestu og stöðugt aukin þjónusta og fleiri verslanir. Samfélagið er stöðugt að fást við að skapa hefðir og móta menningu staðarins. Þetta er hreinlega svæði tækifæranna ef þannig er litið á hlutina.
En hverjir eru þá Selfyssingar ? Þar sem hér gætir svo mikilliar fólksfjölgunar, þá líta allir íbúar á það sem sjálfsagðan hlut að fá nýtt fólk og nýja strauma. Því er hinum nýja íbúa ekki tekið sem gesti, sem þarf að kynnast staðnum og aðlagast, heldur er hann strax frá fyrsta degi orðinn sannur Selfyssingur.
Óneitanlega er Árborg spennandi staður og gaman að vera bæði þátttakandi í uppbyggingunni og áhorfandi að breytingunum. Það er jú afar upplífgandi að búa við athafnasamt og vaxandi umhverfi. Óskar maður ekki börnum slíks umhverfis, ef maður getur valið ?
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.