Leita í fréttum mbl.is

Er gamall íslenskur heimilismatur hollur ?

Ég hef margoft heyrt fólk tala um það að illa sé komið fyrir fullt af fjölskyldum þar sem stöðugt sé lögð meiri áhersla á unnar matvörur, pasta og brauðvörur.  Þessari gagnrýni fylgir gjarnan tal um  óheilla þróun frá þeirri matarhefð sem var hér fyrir um 50 árum eða svo.   Viðkomandi einstaklingar trúa því einnig blint að gamall íslenskur heimilismatur sé mein hollur.

Sumt að því sem við höfum vanið okkur á að borða er örugglega óhollt.  En alhæfingin sem fellst í þessari gagnrýni er mikil.  Sumt af gamla heimilismatnum, eru unnar vörur, sem teljast mishollar.  Má þar nefna feit og reykt bjúgu, hamsatólg, kleinur og fl.  Þá verður að teljast að þjóðfélagið sé mikið breytt og meginþorri fólks er ekki í þörf fyrir jafn fitumikla matvöru og áður.

Einnig má hafa í huga að margt af því sem hefur tekið við af gamla matnum er hollara.  Dæmi um slíkt er t.d vítamínbætt morgunkorn í stað hafragrauts.  Neysla grænmetis og ávaxta hefur minnkað neyslu á fitu.

Því segi ég nei við afturhvarfi til gamla heimilismatarins.   Hinsvegar þarf að varðveita hefðina því hún er menningararfur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Ég er svo sammála , en ég sleppi samt ekki gamla góða heimilsmatnum, sem við ólumst upp við ;) Eigðu ljúfan dag. ;)

Aprílrós, 14.11.2008 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband