Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Ragnar Reykhás
Furðulegt hvað þessi kreppa breytir hratt sjónarhorni manns á ýmsum hlutum í eigin neyslu. Á c.a einum mánuði hefur komið í ljós að eitt og annað sem maður keypti var verið að neyta í talsverðu óhófi (samt talin fremur hógvær fjölskylda í neyslu).
Ég ólst upp við það að mestallt sem keypt var til heimilisins var keypt í litlu kaupfélagi (Kaupfélagi Saurbæinga Skriðulandi). Mjög margir versluðu nær eingöngu þar og töldu að allt sem ekki fengist í þessari annars mjög svo ágætu búð, væri óþarfi.
Skilgreining á hvað er óþarfi er greinilega eitthvað sem tengist sterkt kaupmætti hvers og eins. Sem þýðir að einhverjir geta með nokkuð auðveldum hætti haft mikil áhrif á mat okkar á slíku nema við séum haldin "kaupfélagstrúnni".
Úff. Ferlega er maður "fattlaus". Búinn að vera að kaupa ýmsar "nauðsynjar" sem maður nú telur algjörlega óþarfar. Ja...hver er Ragnar Reykhás núna ?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég samt tók eftir því, síðast þegar ég fór í Bónus, að ég ákvað að spara við mig grænmeti í salat, - þar sem ég er sú eina á heimilinu sem borða það almennilega. - Það var því nauðsyn sem ég taldi mig geta verið án.
Ég held að það sé samt sem áður alrangt, því hvað þurfum við helst?
Er það ekki einmitt hollur matur?!
Og kenna krakkagrísunum að kunna að meta hann
Hulda Brynjólfsdóttir, 8.11.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.