Fimmtudagur, 30. október 2008
Þegar eldur er laus
Efnahagsbálið á Íslandi logar skærar en flest önnur slík í Evrópu. Nánast því flestir sem tjá sig um þennan bruna telja hann að stórum hluta kveiktan af stjórnmálamönnum, sem haldið hafi um stjórnartauminn síðusta áratuginn eða svo.
Nú stjórna slökkvistarfinu sömu aðilar og kveiktu bálið. Það virkar fáránlega en...
Þegar ég var lítill hafði ég gaman af því að kveikja í sinu heima í sveitinni. Það fór eftir ákveðnum reglum sem pabbi stýrði. Einu sinni freistaðist ég til að kveikja sinu í lítilli þúfu án vitundar pabba. Ég réði ekkert við eldinn og hann fór þegar í næstu þúfur og breiddist hratt út. Ég hamaðist við að slökkva enda vissi ég uppá mig sökina. Að lokum stöðvaðist sinubrunin; aðallega vegna þess að í mýri og skurðir stóðu að lokum í vegi fyrir honum.
Við þessar aðstæður hefði verið fáranlegt að reyna ekki að slökkva. Því hef ég fullan skilning á því að sökkvimenn þjóðarinnar fari fram í tilraunum í að koma böndum á efnahagsbálið.
Það verður síðan að koma í ljós hvort einhver treystir þeim til að fara með eldfæri aftur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.