Fimmtudagur, 20. apríl 2006
Sumardagurinn fyrsti
Sumardagurinn fyrst rann upp bjartur og fagur hér á Selfossi. Hitinn er í dag hærri en undanfarna daga þannig að öllum finnst vera kominn alvöru sumardagur. Eftir að hafa búið í nokkrum landsfjórðungum veit maður að sumardagurinn fyrsti er ekki alltaf sumarlegur. Það getur verið hörkubylur þennan tiltekna dag og sumstaðar er ekki gert mikið með hátíðarhöld...kannski vegna þess að það er oftar en ekki allra veðra von.
En það eitt að það skuli vera komið sumar, svona löglega og bókstaflega hefur hinsvegar mikil áhrif á líðan okkar hvernig sem viðrar. Þetta er svona staðfesting á að veturinn er að baki, staðfesting á að í vændum eru lengri og bjartari dagar með sumafríi og útiveru.
Þrátt fyrir stöðugt aukin þægindi innadyra og stærri og betri húsakynni þykir öllum gott að komast út í sólina og hlýjuna. Góðir sumardagar lokka líka marga út hreinlega vegna þess að þá er samfélag manna úti hvað mest heillandi og skemmtilegast.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206222
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.